Skírnir - 01.01.1946, Side 187
Skírnir
Afstaða láðs og’ lagar á síðustu árþúsundum
185
sandbakkar færist til á grunnmiðum frá ári til árs. Finna
þeir eitt árið sandbotn, þar sem fastur botn er annað árið.
Þessa sandflutnings mundi ekki hvað sízt gæta í straum-
hörku, eins og t. d. á Breiðafirði, þar sem grunnt er að
auki, enda má ætla, að til þessa sé að rekja grynningar á
ýmsum siglingaleiðum, sem menn þykjast verða varir á
Breiðafirði.
Þessir malarflutningar, sem nú hafa verið ræddir, varpa
Ijósi á malarmyndanir í nágrenni Reykjavíkur og breyt-
ingar þeirra. Þegar aldan stevpist aðallega úr einni átt
að eyju, sópar hún mölinni meðfram henni og myndar
tanga eða fót út úr eynni. Ljóst dæmi um þetta er eyrin
inn frá Engey. Sé eyjan nærri landi, getur tanginn náð
til þess, og myndast þá eiði eða grandi, og er Geldinga-
nesið gott dæmi um það. Aldan fellur meðfram hinni laus-
grýttu strönd þessa höfða og ber mölina í skjólið milli hans
og lands, og hefur þarna myndazt 3-4 m hátt eiði. Hæð
þess upp úr sjó er hin sama og hæð sjávarkampanna hér
um slóðir, eins og við má búast. Meðan nóg berst af möl
utan frá eynni, hlýtur eiðið að standa, en það hverfur að
sjálfsögðu í fjarlægri framtíð, þegar sjórinn hefur étið
upp eyjuna fyrir framan.
Annað dæmi, sem sérstaka þýðingu hefur fyrir sögu
Reykjavíkur, er Örfiriseyjargrandinn og Hólmagrandinn.
Þetta eru hvort tveggja malarkambar, sem myndazt hafa
af völdum brims milli eyja og lands. En hér er jafnvægið
raskað og breytingar örar. Meðan Hólmarnir stóðu upp
úr sjó og voru allstórir um sig, hefur hér myndazt ákveð-
ið öldufall af Akurey, Engey, Hólmunum, Örfirisey og
Ánanaustaströndinni, og þetta leiddi til myndunar ein-
kennilegra malarrifja. Rif gekk frá Hólmunum á miðja
línuna milli Örfiriseyjar og lands og tengdist þar undir
hér um bil réttu horni rifi úr landi. Loks lá rif að þessu
horni frá Örfirisey, en vera má, að jafnan hafi verið bil
þar á milli, sem eingöngu varð þurrt um fjöru. Kort frá
tímum hafnargerðarinnar gæti bent til þessa, og vitað er,