Skírnir - 01.01.1946, Side 190
188
Trausti Einarsson
Skírnir
inn er ógróinn og sýnilega í stöðugri sköpun. Hæð hans er
tengd núverandi sjávarhæð, en hinn endinn er tengdur
sjónum, eins og hann stóð fyrir ævalöngu. En allt rifið
hefur sömu hæðina, og því augljóst, að sjór hefur hvorki
hækkað né lækkað svo neinu nemi í mjög langan tíma,
hæðarbreyting ætti að vera innan við 1 m.
Bærinn Ásmundarstaðir stendur einnig á rifi og er þar
sömu söguna að segja, að hæðarbreytinga verður ekki vart.
Önnur leið til samanburðar á eldri og núverandi sjávar-
stöðu er að athuga malarsléttur, sem sjórinn hefur hlaðið
upp, og var það þegar gert við Miðbæjareyrina í Reykja-
vík. Á Sléttu er einnig mögulegt að gera slíkan saman-
burð.
Á 5. mynd er sýnt, hvernig sjór ber möl inn í vík og
hleður henni þar upp. Á vissum tíma nær mölin fram að
AB, löngu seinna að CD. Á hverjum tíma ryður brimið
mölinni upp í ákveðna hæð yfir meðalsjó, og þannig skap-
ast lárétt eða hallandi malarslétta, eftir því hvort sjávar-
staða er óbreytt allan tímann eða breytileg.
Garðsvellir við Eggversvatn á Sléttu eru malarslétta
af þessari gérð. Vellirnir eru að mestu grónir nema fremst,
þar sem er að bætast við þá. Enginn hæðarmunur er sýni-
legur á fremsta og efsta hluta malarsléttunnar, og virðist
sú ályktun óhjákvæmileg, að allan þann tíma, sem hún
var að myndast, hafi landið staðið kyrrt, miðað við meðal-
sjó. En þessi malarmyndun hlýtur að vera ævaforn, senni-
legast mörg þúsund ára gömul. Nokkra hugmynd um ald-
urinn gefur það, að í rekaskrá Munkaþverárklausturs frá
1270 eða fyrr er þess getið, að rekamörk séu við læk þann,
er fellur úr Eggversvatni út um Garðsvöllu.1) Lækur þessi
hvarf síðar, og fékk vatnið útrennsli um Þaraós, og hafði
það gerzt áður en Jarðabókin var samin 1712, en lækjar-
farvegurinn er ennþá sýnilegur og staðfestir lýsingu mál-
dagans. Af þessu verður ekki betur séð en meginhluti
malarsléttunnar hafi verið myndaður fyrir 1270. Hin hlut-
1) Dipl. Isl. II, 35.