Skírnir - 01.01.1946, Side 192
190
Trausti Einarsson
Skírnir
að þess yrði vart á einni mannsævi. En það mundi þýða
10-20 m sig frá landnámstíð, eins og áður var talað um.
Það er alveg víst, að frá upphaíi íslands bvggðar hefur
Suðvesturland ekki sigið um 10-20 m. Það hefur ekki einu
sinni sigið um 1 m, eins og ljóst er af strandfletinum í
Gálgahrauni og Miðbæjareyrinni í Reykjavík. Þess vegna
er það bersýnilegur misskilningur, þegar menn halda, að
af lauslegum athugunum, sem í bezta lagi ná yfir síðustu
hundrað árin, en þó venjulega miklu skemmri tíma, sé
hægt að sjá það, að landsig eigi sér stað. En það er sýni-
lega einnig vonlítið verk að rannsaka landsig eða landris
með stuðningi af heimildum, sem ná aðeins nokkrar aldir
aftur í tímann. Ég vil þó til fróðleiks taka til athugunar
þann' stað, sem einna beztar heimildir munu vera til um,
Álftanes við Skerjafjörð. Um strönd þess má fá allglögga
hugmynd aftur að 1550 vegna konungsútgerðarinnar, sem
skýrslur eru til um. En það skal þegar í stað tekið fram,
að þær breytingar, sem orðið hafa á þessum 4 öldum, gefa
engar bendingar um landsig.
Við eftirfarandi lýsingu á Álftanesi verður vísað til
korts herforingjaráðsins í mælikv. 1:50000, sem sýnt er
á 6. mynd.
Fyrst er að athuga Lambhúsatjörn. Vegna legunnar
gætir brims mjög lítið á þessari vík, og þegar af öðru er
sýnt, að landris eða landsig hefur ekki átt sér stað þar
frá landnámstíð, má búast við, að strönd hennar hafi lítið
breytzt frá þeim tíma. Strandflöturinn í Garðahrauni hef-
ur þurft langan tíma til að myndast, og auðsætt virðist,
að hraunið hafi ekki náð út fyrir ytri brún þess flatar á
landnámstíð. Má því segja, að ströndin með Garðahrauni,
Eskines meðtalið, sé óbreytt frá þeim tíma. Mjói oddinn
austur úr Eskinesinu er úr sandi og möl og er verk sjávar-
öldunnar. Sá oddi hefur vel getað breytzt frá landnámi, en
erfitt er að sjá ástæðu til þess, að hann hefði áður legið
til norðurs yfir í Bessastaðanes og lokað víkinni. Bessa-
staðanes er allt gert úr föstu bergi, grágrýti. Landbrot er
sáralítið á því sunnanverðu, og tel ég óhugsandi, að það