Skírnir - 01.01.1946, Side 195
Skímir Afstaða láðs og lagar á síðustu árþúsundum 193
land, er úr grágrýti, er nær nokkra metra upp fyrir meðal-
sjó og er því sæmilega styrkur fyrir árásum brimsins.
Norðan að Helguvík liggja einnig allháar grágrýtisklapp-
ir. Hins vegar er eiðið milli Melshöfða og lands úr sjávar-
sandi, hlaðið upp af sjónum beggja vegna. Eftir öllum að-
stæðum virðist Helguvík geta verið mjög gömul og líkur
til, að ströndin breytist hægt á þessum stað. Heimildir
benda og til þess. Um Mölshús, sem liggur á eiðinu milli
Melshöfða og lands, segir Jarðabókin, að túnunum grandi
sjávargangur á báðar síður, en það bendir til, að þarna
hafi verið mjótt eiði sem nú og Helguvík því gengið hér
um bil eins langt inn og nú. En auk þess sýnir nafnið
Melshöfði tilveru víkurinnar.
Melshöfði mun hafa verið nokkru stærri 1703 en nú, og
mest mun hafa eyðzt suðvestan af honum, þar sem hann
er lægstur. Auk bæjarins Hliðs var 1703 mesti fjöldi af
tómthúsum á höfðanum og útræði mikið. En Melshöfða-
nafnið er miklu eldra en þetta, því að í fógetareikning-
unum frá því um 1550 x) er iðulega minnzt á útræðið á
Melshöfða. Og vafalaust er nafnið mun eldra. En þetta
heiti gefur talsverðar upplýsingar, því að í því felst land-
spilda, sem tengd er meginlandinu með mjórra og lægra
svæði. Það er því ástæða til að ætla, að snemma á öldum
hafi sjór þrengt að Melshöfðanum austan Hliðs eins og
nú. Eiðið og Helguvíkin hefðu vel getað verið til á land-
námstíð, og það er enn eitt, sem gæti bent til þess. í skeri
úti í víkinni undan Hliði er brennheit laug. Hefði þarna
verið þurrt land fyrrum, má það merkilegt heita, ef þess-
arar laugar hefði ekki gætt í neinu. Sennilegast hefði bær
verið við hana kenndur. En hennar finnst hvergi getið til
forna. Mér er því nær að halda, að Helguvík sé ævaforn
og land hafi breytzt þarna lítið frá landnámstíð, nema
hvað étizt hefur utan úr Melshöfðanum.
Hliðsnes gengur fram frá Garðahverfinu, og myndast
Skógtjörn bak við það. Nesið er aðskilið frá Melshöfða af
1) Dipl. Isl.
13