Skírnir - 01.01.1946, Side 196
194
Trausti Einarsson
Skírnir
breiðu sundi, sem mestan part er þurrt um fjöru, og fell-
ur þá um það ós út úr Skógtjörn, en um flóð fellur sjór
um sundið inn í „tjörnina“. Á sundinu eru grágrýtis-
klappir og stórgrýti. Hliðsnes er þannig gert, að ytri hluti
þess, sem bærinn Hliðsnes stendur nú á, er úr grágrýti,
er nær vel upp fyrir flóðhæð. En hinn hluti nessins er
sand- og malargrandi. Þessi grandi er stöðugt fyrirbrigði,
meðan hann hefur stoð af klöppunum á framnesinu, og
má því búast við, að Hliðsnesið sé æði gamalt og mjög
miklar breytingar hafi ekki orðið á því frá fornu fari, að
óbreyttri sjávarhæð.
Um Hliðsnesið er getið í Jarðabókinni, og eru þá ein-
göngu verbúðir á því. Haglendi er talið þar bæði þröngt
og lítið. Verulegur stærðarmunur virðist þá ekki vera á
nesinu frá því, sem nú er. Vatn er þar ekkert, og sækja
verbúðamenn oftast vatn til Skógtjarnar, þ. e. til bæjarins
með því nafni. Á öðrum stað segir: „Engi jarðarinnar
(Skógtjarnar) brýtur sjórinn í Skógtjörn og ber þar upp
á sand og marhálm.“ Sjór gengur því inn um sundið norð-
an Hliðsness eins og á vorum tímum, og hafa breytingar
þá orðið sáralitlar á þessum tíma. Virðist vafasamt, að
sjór hefði gengið inn í Skógtjörn, ef landið hefði staðið
svo sem 2 m hærra en nú.
En Hliðsnes er miklu eldra en frá 1700. Kringum 1550
er mikil útgerð af nesinu, og standa þar þá verbúðir. 1
400 ár hefur því verið þarna nes, og þar með opið sund
frá sjónum inn í Skógtjörn. Og sjálfsagt er nesið miklu
eldra. 1 því sambandi er bæjarheitið Hlið athyglisvert, er
gæti verið dregið af sundinu inn í Skógtjörn. Hliðs er get-
ið í máldaga frá 1395.1)
• Af þessu yfirliti er ljóst, að Hliðsnes er æði gamalt
og Skógtjörn hefur verið opin fram í sjó snemma á öldum.
Engar sönnur verða á það færðar, svo vitað sé, að Skóg-
tjörn hafi verið fersk, er hún hlaut nafnið, og má eins
vera, að í henni hafi jafnan verið saltur sjór allt frá land-
1) Dipl. Isl. III, 598.