Skírnir - 01.01.1946, Page 198
196
Trausti Einarsson
Skírnir
Af þessu ætti að vera ljóst, að mórinn, sem myndast við
botnfall jurtaleifa í slíkum strandmýrum og strandlón-
um, getur myndað lög talsvert undir sjávarmáli, og í f jöru-
mónum er því ekki fólgin nein vísbending um landsig,
hvað þá sönnun. Ef skógur er umhverfis mómyndunar-
svæðið, eða ef lækur rennur ut í það, geta lurkar og trjá-
blöð blandast mýragróðrinum í mónum. En tæpast getur
orðið eins mikið af lurkum í þessum mó og þeim, er mynd-
ast á aðalkjarrsvæðum inn til dala. Kemur þetta vel heim
við það, hvað lítið er af lurkum í fjörumónum.
VII. Forn strandlína í Örfirisey.
Svo einkennilega vill til, að ævaforn strandlína er sýni-
leg í Örfirisey, og fellur hún saman við strandlínu nútím-
ans eins nákvæmlega og greint verður. Þetta er mjög at-
hyglisverð staðreynd, sem ekki er unnt að ganga fram
hjá, þegar rætt er um afstöðubreytingar lands og sjávar,
og skal ég því lýsa þessari strandlínu nokkru nánar.
Þess var áður getið, hvernig sjórinn vinnur á grágrýt-
inu, sem hann flæðir ýmist af eða á. Vinnur hann þar aðal-
lega með frostsprengingum. Á þennan hátt nagar hann
smám saman allar stærri ójöfnur í flæðarmálinu og skap-
ar lítið eitt hallandi bergflöt, sem í stórum dráttum má
heita sléttur, en í smærri dráttum er harla ósléttur, al-
settur hvassbrýndum ójöfnum. Þessi flötur takmarkast að
ofan, ef svo hagar til, af bröttum bergstalli, meira og
minna klofnum í stórbjörg, og oft liggur stórgrýti framan
við stallinn, sem fallið hefur úr honum. Slík myndun sést
víða í Örfirisey, einkum vestan á eynni, og reyndar hér og
hvar í nágrenni Reykjavíkur. Stallurinn B (7. mynd) byrj-
ar þar, sem sjórinn hættir að ná til, og þegar ströndin er
vel varin af eyjum og grynningum, eins og vesturströnd-
in á Örfirisey, segir hlykkurinn við B nokkurn veginn til
um það, hvert sléttur sjór fellur að jafnaði. Til saman-
burðar við hinn hrufótta flöt A, er vert að athuga hinn