Skírnir - 01.01.1946, Page 199
Skírnir
Afstaða láðs og lagar á síðustu árþúsundum
197
jökulfágaða flöt C uppi á eynni ofan við sjávarmál. Hann
er hrufulaus að kalla og myndar flatar, ávalar bungur.
Þarna koma fram verk jökla: heflaðar, flatar grágrýtis-
klappir, eins og þær sjást svo víða í nágrenninu, og þær
eru allt annars eðlis en hrufótti flöturinn A. Á þessum
jdJ-Ur ' U-JT~
fi> /ZjjjOLLLJL u
7. mynd.
Forn, ísnúinn marhjalli mótaður í grágrýti i Orfirisey.
tveimur einkennum er ekki hægt að villast: Flöturinn C er
verk jökla, en fjaran A og stallurinn B er verk sjávar.
En það athyglisverða er, að á nokkrum stöðum vestan á
Örfirisey eru bæði hnúðar og aðrar ójöfnur flatarins A
og ójöfnurnar á stallinum B (sem er 2-3 m hár) sleiktar
af jöklum. Jökulrispaðir fletir eru mjög skýrir víða á
þessum stöðum. Jökullinn hefur leitazt við að skafa burt
ójöfnurnar, sem fyrir voru, er harin gekk yfir landið, en
honum hefur ekki tekizt annað og meira en að rispa og
sleikja þær hér og hvar. Þessi jökull hefur ekki getað
skapað flötinn C, heldur hlýtur sá flötur að vera verk
eldri og öflugri jökla.
Af þessu er ljóst, að hinn óslétti flötur A og stallurinn
B voru þegar myndaðir, er jökull teygði sig síðast út yfir
Örfirisey. Sjórinn hefur fyrir þann tíma verið búinn að
standa lengi í sömu hæð og nú, og þá hefur myndazt
strandflöturinn A.
Meðan ísöld stendur sem hæst, hefur jökullinn auðvitað
varnað því, að sjór kæmist að ströndinni og ynni á henni.
En þegar ísöld er í vexti eða rénun, er sífelld breyting á
farginu, sem hvílir á landinu. Verður þá að gera ráð fyrir
hröðum afstöðubreytingum láðs og lagar, og er að minnsta
kosti vafasamt, hvort svona strandflötur getur myndazt