Skírnir - 01.01.1946, Page 200
Trausti Einarsson
Skírnir
168
á slíku tímabili. Auk þess væri það harla ósennileg tilvilj-
un, að sjórinn hefði haft sömu stöðu við ströndina og í
dag, meðan jökulfargið var allt annað, því að löndin síga
undan jökulfargi eins og kunnugt er. Sennilegast þykir
mér því, að strandflöturinn sé myndaður á tímabili, þegar
jöklar höfðu svipaða stærð og nú á tímum, þ. e. á skeiði
milli ísalda og þá sennilega á því síðasta. Ef það skeið
samsvaraði Riss-Wúrm-tímabilinu í Alpafjöllum, hefði
þetta átt að gerast fyrir 100-200 þúsund árum.
Mjög er það athyglisvert, hve ströndin hefur breytzt
lítið, síðan þetta varð. Skýringarinnar mætti leita í því,
að síðasta ísöld hafi borið fram mikið af lausum ruðningi,
er fyllti grynningarnar vestur af Örfirisey og hlífði þann-
ig ströndinni um mjög langt skeið, enda eimir enn eftir
af slíkum ruðningi. Hitt er víst, að fyrir nokkrum öldum
var strönd eyjarinnar miklu betur varin á þessum stað en
nú, og mun því óhætt að álykta, að það sé fyrst tiltölulega
seint, sem sjór er á ný farinn að leika um hina fornu
strönd, og þá skiljanlegt, hve vel hún hefur haldizt. Það
er vafalítið, að þennan forna strandflöt megi víðar finna
en í Örfirisey. Með ströndinni inni hjá Kleppi er sams
konar strandflötur í föstu lagi og í Örfirisey og háir klett-
ar fyrir ofan. Mér virðist harla ólíklegt, að þessi flötur
hafi getað orðið til inni á bárulitlum sundum á tímanum
frá síðustu ísöld. Hitt mun sönnu nær, að hér sé um sama
forna flötinn að ræða og í Örfirisey. Hér hagar þó ekki
svo til, að ísrákir hafi haldizt, að minnsta kosti hef ég ekki
fundið þær. Sjórinn ekur mölinni fram og aftur yfir flöt-
inn, og hefði sennilega afmáð allar ísrákir, sem þar hefðu
verið, og hamrarnir eru lausir í sér og úr þeim hefur yzta
lagið vafalaust hrunið. I fyrstu kynni svo að virðast, að
það sé harla ólíklegt, að landið geti haft sömu hæðarstöðu
nú og fyrir síðustu ísöld. Á þessari ísöld hafi auðvitað
flutzt kynstrin öll af efni frá landinu út til hafs og sé land-
ið því verulega léttara nú og liggi því að öðru óbreyttu
hærra en fyrir ísöldina. En það væri þó hæpin ályktun.
Síðasta ísöld var lítil, jöklar hafa lækkað landið lítið, mið-