Skírnir - 01.01.1946, Page 202
200
Trausti Einarsson
Skírnir
Aðeins eitt svæði á landinu hefur tekið breytingum, svo
kunnugt sé. Það er svæðið kringum sunnanverðan Húna-
flóa, sem hefur hækkað um 5 m á skeiðinu eftir ísöld.
Þetta er ljóst af rannsóknum Guðm. G. Bárðarsonar.
5 m háir marbakkar eru víða á þessum slóðum, og í þeim
eru skeljar, er lifað hafa í hlýjum sjó. Landsvæðið hefur
í heild risið um 5 m, síðan þessar skeljar lifðu þarna. Eftir
niðurstöðum Guðmundar stafa skeljarnar frá hlýju skeiði,
er gekk yfir þetta land og fleiri nokkrum árþúsundum
fyrir landnámstíð. Að meðaltali hefði risið þá verið um
1 m á þúsund árum, ef það hefði jafnazt á allan tímann
og stæði yfir enn. En hitt mun þó nær sanni, að aðallyft-
ingin hafi staðið stutt, og er þá ljóst, hve hverfandi lítið
það landris væri, sem hinir fornu marbakkar gætu bent
til, að nú stæði yfir. Til þess að staðfesta það hugboð fólks
við Steingrímsfjörð t. d., að landið hafi risið greinilega
á einum mannsaldri, yrði því að leita annarra raka, og
þau eru mér vitanlega enn ófundin,
Ég tel lítinn vafa á því, hvernig hugboðið um landris er
víða til komið. Á sama hátt og menn hafa leitað til land-
sigs til að skýra landspillingu á lágri brimaströnd, þann-
ig hefur mönnum fundizt landið rísa, þegar svo hagaði til,
að sendin strönd færðist fram, eins og víða á sér stað á
víkum og fjörðum. En á því er önnur skýring nærtækari,
nefnilega aðflutningar efnis með ströndum fram.
IX. Viðbætir.
Eftir að grein þessi var farin í prentun, birtist í Lesbók
Morgunblaðsins grein eftir dr. Sigurð Þórarinsson, þar
sem sú skoðun kemur fram, að við Hornafjörð hafi land
sigið um 2—3 m frá því fyrr á öldum. Þetta rekst ekki á
grein mína, þar eð ég set ekki fram ákveðnar skoðanir um
þetta landsvæði, og landsigið er sett í samband við vöxt
Vatnajökuls og með því sýnilega gert ráð fyrir, að það nái
aðeins til næsta nágrennis jökulsins.