Skírnir - 01.01.1946, Page 204
Ritfregnir
Snorrí Sturluson: Heimskringla II. Bjarni Aðalbjarnarson g'aí út.
Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag, 1945. cxii, 481, (2) bls. 8vo.
8 mbl. 2 uppdr. [íslenzk fornrit XXVII.]
Þetta bindi Heimskringlu hefur að geyma Olafs sögu helga. Sýnir
j>að glögglega sérstöðu þeirrar sögu meðal konungasagna Snorra,
að hún ein skuli fylla „þriðjung“ Heimskringlu, eitt bindi af þrem-
ur. Sat þó Olafur konungur helgi ekki nema 15 ár að ríkjum í Nor-
egi, en öll nær Heimskringla yfir margar aldir.
Astæða þessa gífurlega misræmis í lengdarhlutföllum Heims-
kringlu-sagnanna var mönnum lengi óræð gáta, sem og yfirleitt
þróunarferill sagnanna um Olaf helga, unz Sigurður Nordal kom
þar loks fram með lausnina í doktorsritgerð sinni (1914). Sýndi
hann m. a. fram á, að Ólafs saga helga hin meiri væri einnig eftir
Snorra Sturluson og hefði Snorri upphaflega samið hana sérstaka,
en gert síðar, án verulegra breytinga, að miðbálki Heimskringlu.
Er því raunar miður rétt að tala um þessi rit Snorra sem tvö sjálf-
stæð verk væru. Þessi niðurstaða hefur grundvallargildi um útgáfu
sögunnar. Af henni leiðir, að texti sérstöku Ólafssögunnar sker að
öðru jöfnu úr um upprunalegan texta Heimskringlu, þar sem hdrr.
hennar greinir á. Þegar Finnur Jónsson gaf Heimskringlu út (Kh.
1893-1901 og 1911 = 1936), var þessi vitneskja ófengin. Hann
notaði þó eitt af hdrr. Ólafssögunnar til samanburðar, Jöfraskinnu,
sem víkur þai' frá Heimskringlu-hdrr. og fylgir texta sérstöku sög-
unnar. Gallinn var þó sá, að Jöfraskinna hefur fjarlægzt allmjög
fiumtexta sögunnar, einkum vegna mikilla styttinga. Heimskringlu-
útgáfa F. J. var að þessu leyti m. a. orðin óviðunandi og gott til
þess að vita, að nú er hér bót á ráðin.
B. A. ritar rækilegan formála og greinagóðan. Rekur hann að
upphafi sagnaþróunina um Ólaf helga, unz henni lýkur með Ólafs-
sögu Snorra. Þá er fullkomnuninni náð, enda heldur hún velli.
Sýnir það gjörla, hve fortakslaust menn tóku Snorra fram yfir
hina fyrri höfunda sögunnar, að Ólafssaga hans er til í fjölmörg-
um uppskriftum, en eldri sögurnar glataðar að mestu. Ólafssaga
Heimskringlu ber þess ýmsar minjar, hversu hún er til komin, þ. e.
samin sem sjálfstætt rit, en ekki sem eðlilegt framhald konunga-
sagnanna á undan. Nefnir B. A. helztu dæmi þessa. Þá rekur hann
einnig höfuðefnisþætti sögunnar. Er það hið gagnlegasta yfirlit