Skírnir - 01.01.1946, Síða 206
204
Ritfregnir
Skírnir
En athygli vekur, að það dæmi, sem þar er getið um „illar viðr-
tekjur“ Sighvats í ferðinni, kemur ekki heim við það, sem segir í
vísnabálknum. A milli ber um tölu þeirra búenda, sem Sighvati
synjuðu gistingar allir sama kvöldið, þannig að þeir eru fyrst taldir
fjórir, en síðan þrír. Þá vekur það einnig athygli, að engin af vís-
um þessum víkur að farartilefni Sighvats skálds, sundurþykkju
þeirra konunganna, Olafs helga og Olafs sænska, en hins vegar vitna
þær um ósætti Olafs helga og tveggja nafngreindra höfðingja,
Rögnvalds og Ulfs, sem Sighvatur ber sáttarorð. Frá þeim atburð-
um veit Snorri ekkert að segja, enda augljóst, eins og B. A. tekur
fram, að Snorri hefur ekki treyst sér til að vinna söguefni úr
Austurfararvísum Sighvats. Og var þá ekki einmitt í fullu samræmi
við vinnubrögð hans öll að sleppa þeim? Allt fellur í ljúfa löð, ef
hér er gert ráð fyrir innskotum. Og endurtekningar málsgreina,
slíkar sem hér eru, koma einmitt þráfaldlega upp um innskotsiðju
ógætinna skrifara. Mundi það og ekki geta verið skýringin á því,
að vísnabálkarnir eru tveir, en ekki einn — og austurferðir Sig-
hvats skálds þar með ranglega gerðar tvær —, að þeim manni, sem
innskotin stafa frá, hafi þótt vanskýrt í sögunni, þar sem segir,
að „Sigvatr skáld var vinr mikill Rögnvalds jarls í orðum . . .“. Hið
óvænta við innskotin er það, að þau eru í öllum þeim hdrr. sögunn-
ar, sem varðveitzt hafa, svo að önnur ályktun verður varla heimil
en að rekja þau til Snorra sjálfs eða skrifara hans, þó að furðulegt
mætti þykja. Augljóst er, að hér er að verki maður, sem ekki hefur
viljað missa Austurfararvísna. f sumum hdrr. sérstöku sögunnar
hefur verið gerð tilraun til þess að bæta um þá agnúa á efnisskipan
sögunnar, sem síðara innskotið olli, með því að sleppa síðara upp-
hafsstaðnum og fella frásögnina um erindrekstur Sighvats (bls. 144,
6-22) inn í vísnabálkinn eftir 73. vísu, þar sem fer óneitanlega
betur á henni. Hefur Sigurður Nordal sýnt fram á, að sú gerð sög-
unnar er ekki upprunaleg. Er því athyglisverðara, að hún kemur
fyrir í Tómasskinnu, sem tvítekur einnig upphafið.
Megin formálans fjallar um heimildir Snorra að Olafssögu, með-
ferð hans á þeim, sannfræði sögunnar og tímatal. Um það efni
hefur margt og misjafnt verið ritað fyrr og síðar og þó sumt með
miklum ágætum, m. a. hefur B. A. sjálfur lagt nokkuð af mörkum
til heimildakönnunar sögunnar áður í doktorsriti sínu (1936). Þessu
margþætta efni gerir hann glögg og góð skil, svo sem vænta mátti
vegna hinnar miklu þekkingar hans á konungasögunum og rann-
sóknum þeirra. Niðurstöður hans eru jafnan traustar, um þær fer
saman glöggskyggni og gagnrýni við fræðilega yfirsýn. Hefði getað
verið fróðlegt að víkja að ýmsum einstökum atriðum, en slíks er
enginn kostur í stuttri ritfregn.
Olafs saga helga ber þess allmikil merki, að heimildir Snon'a