Skírnir - 01.01.1946, Side 207
Skírnir
Ritfregnir
205
voru sundurleitar og efnið honum misjafnlega í hendur búið. Kem-
ur þetta einkum fram í því, að nýir menn eru nefndir til söguhnar,
án þess að sögð séu á þeim deili, eða menn hverfa úr sögunni, fyrr
en varir. Telur B. A., að Snorri verði ekki firrtur nokkurri sök á
sumum missmíðum af slíku tagi, en augljóst sé þó, að hann hafi
gagnhugsað efnið og skipað því niður í huga sér, áður en hann lét
rita. Allar eru frásagnir Olafs sögu helga fyllri en aðrar frásagnir
í Heimskringlu, útúrdúrar fleiri og lengri þar en ella, enda frá-
sagnargleði Snorra meiri. Samt kemur upp, að Snorri heíur bæði
hafnað rniklu efni og stytt surnt, jafnvel stórkostlega. I fyrsta og
siðasta ,,þriðjungi“ Heimskringlu er efnisvalið sýnu þrengra og
einskorðaðra við „sannendi fræðinnar“, og þar gætir enn ríkara
vandlætis um öll vinnubrögð. Almennt hefur þó jafnan verið svo
talið, að Ólafs saga helga bæri af öðrum konungasögum Snorra.
B. A. andmælir því ekki beinlínis, og' hann játar, að það geti vart
orkað tvímælis, að Snorra hafi þar bezt tekizt mannlýsingar sínar.
Hins vegar virðist hann hallast að því, að sögulist Snorra rísi hærra
í yngri hlutum Heimskringlu. Og' það er trúa hans, að meir kveði
að ýmiss konar lýtum á stíl Ólafssögunnar.
Fyrir daga Snorra var ráðandi tvenns konar skilningur á Ólafi
konungi. Annars vegar var kirkjan, sem gerði úr Oláfi flekklausan
dýrling, er að lokum öðlaðist píslarvættisdauða, hins vegar munn-
rnælin um Ólaf, þar sem hann er enn ofur mannlegur, breyskur og
grimmur. Lýsir B. A. því, hvernig hvor tveggja þessi skilningur
leikur lausum hala í eldri Ólafssögunum, þar til er Snorri tekur við.
bræðir saman þessai' sundurleitu hugmyndir og steypir upp úr þeiro
nýja mynd af Ólafi konungi, með því að láta hann þróast, fyrir
skapgerð sína og ytri aðstæður, úr mennskum manni í helgan, úr
norrænum víkingahöfðingja í helgikonung Noregs.
Þessi útgáfa Heimskringlu var að vísu ráðin fyrir ófriðinn, en
fornbækur vorar eru enn í annarra vörzlu, og hafði ekki úr því
orðið, er hann skall á, að hdrr. væru fengin hingað til lands.
B. A. hefur því ekki átt kost á að kanna hdrr. sjálfur, en orðið um
Það að treysta útgáfu F. J. Um meðferð textans hefur hann hins
vegar farið sinna ferða. Hefur hann víða bætt textann og leiðrétt,
sumpart samkvæmt sérstöku sögunni, en sumpart samkvæmt Helgi-
sögunni, þar sem Kristniþáttur norski er sameiginleg heimild henn-
ar og Snorra. Kom honum því í góðar þarfir hin mikla útgáfa Jóns
Helgasonar af Ólafssögu, sem hefur að geyma textabrigði úr öllum
hinum óauknu hdrr. sögunnar og sumum hinna auknu, jafnframt
þvi sem allir íaukar eru prentaðir aftan við söguna. Bagalegast var,
að Bergsbók varð ekki nýtt við útgáfuna nema aðeins að því leyti,
sem vitnast um texta hennar af Ólafssögu-útgáfu J. H., því að hann
hefur sýnt fram á, að sá hluti Bergsbókar, sem samsvarar 57.-119