Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 208
206
Ritfregnir
Skírnir
kap. Ólafssögu í Kringlu, eigi rót sína að rekja til Heimskringlu-
hdr. Textaskýringar og athugasemdir eru bæði nákvæmar og ýtar-
legar, og er þar margt skynsamlegar upp tekið en áður var.
Ytri frágangur þessa bindis er með ágætum sem á hinum fyrri
sögum Fornritafélagsins og útgáfan í heild öllum aðiljum til sóma.
Hafi þeir allir þökk fyrir. Er gott að mega vænta þess að fá á
næstunni lokabindi Heimskringlu með handbragði B. A.
Lárus H. Blöndal.
Olafur Lárusson: Landnám á Snæfellsnesi. Utgefandi félag Snæ-
fellinga og Hnappdæla í Reykjavik, Rvík 1945.
Bók þessi er 1. bd. ritsafns þess, sem bera skal heitið Snæfellsnes
og varðar sögu þess héraðs. Vel er af stað farið, og ekki varð feng-
inn betri maður en Ólafur Lárusson prófessor til að hefja verkið,
þótt Snæfellingur sé hann eigi.
Fyrst verður honum að orði, þegar hann rennir gestsauga glöggu
vestur á Jökul, að landnemum hafi „orðið starsýnt á snæhettuna,
er það (fjall) bar á höfði sér, og því nefndu þeir það Snæfell eða
Snjófell. Þeir sáu, að fjallið bar ægishjálm yfir öllu nesinu, og
þess vegna gáfu þeir nesinu nafn eftir því“. Annað nafn fjallsins
er Jökullinn. Smekklitlir menn hafa brætt eitt nafn úr báðum, og
tek ,ég undir það með höfundi, að Snæfellsjökull er ekki nærri eins
fagurt orð og hið forna nafn, Snæfell, endurtekning þess, Snæ. . .-
jökull, er fjarska bág.
Fimm kaflar eru í ritinu: Inngangur, Fararbroddurinn (yfirlit
yfir landnemahópinn, fjölmargar athuganir), Takmörk landnáma
(með heimildasamanburði og rökleiðslum), Trú og hjátrú (eigi
sízt stutt með örnefnasögnum og nafnskýringum) og i 5. lagi Þing
og goðorð (stórýtarlega rakið, sumt hið réttarsögulega varðar
mjög landssögu).
Takmörk landnáma eru miklu meira viðfangsefni á Snæfells-
nesi, þar sem margar og góðar heimildir eru, heldur en í héruðum
þeim, sem eiga aðeins eina landnámsheimild. Mótsögn sýnist vera
í þessu: því meiri heimildir, því fleiri vafaati'iði. En þessi er reynsl-
an um allar fornheimildir okkai', hvar á landi sem er. Stórfelldasta
landnámsskekkjan urn þetta hérað kemur frarn hjá höfundi Eglu,
og verður honum hvorki brigzlað urn einfeldni né staðþekkingar-
skort. Enginn gat verið kunnugri staðháttum Snæfellsness en
Sturla Þórðarson og því, sem urn landnám þess var réttast talið,
og reynist þó Sturla ekki óskeikull í Landnámu sinni. A írumstigi
rannsóknanna ritaði Ari Þorgilsson eitthvað um landnám og var
kunnugur um Snæfellsnes. Margir hyggja Frum-Landnámu verk
hans. Þar sem hún hefur verið ófullkomnari um landnám nessins
en Sturlubók er, telur höfundurinn efasamt, hvort Ari hafi getað
verið höfundurinn (bls. 107). En það gat hann vissulega verið