Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 210
208
Ritfregnir
Skírnir
gerð birtist í Skírni (1940), hefur dr. Sigurður Þórarinsson, jarð-
fræðingur, sýnt, að bærinn á Stöng í Þjórsárdal hefur verið yfir-
gefinn um það bil, sem öskufall kom svo mikið, að það hefur gert
dalinn graslítinn í bili. Líklegt er, að þá hafi eyðzt fleiri bæir en
Stöng, sem í byggð kunna að hafa verið í dalnum. Afstaða þessa
öskulags til annarra öskulaga sýnir samkvæmt rannsókn Sigurðar,
að það hefur fallið „eftir 1000, en varla síðar en um 1400“. Hall-
ast hann eindregið að því, að það hafi fallið árið 1300, þótt eldri
Heklugos kæmu einnig til mála (Tefrokronologiska studier pá Is-
land, Kh. 1944). Að því leyti sem þessar skoðanir í’ekast á, þ. e.
um árfærsluna á eyðingu Stangar, verður enn að bíða íleiri rann-
sókna. En þjóðsagan um 20 bæja byggð í dalnum fyrir eyðinguna
hefur reynzt vera ein blekkingin um ,,gullöldina“.
Ritgerðin um Kirknatal Páls biskups skipar því fornbréfi á rétt-
an stað meðal ágætustu heimilda um sögu sinnar tíðar. Og mér
finnst Olafur Lárusson hafa margt til síns máls, er hann staðhæfir
í því sambandi, ,,að hér hafi verið mjög sterkt trúarlif á 12. öld-
inni, einlægara og sterkara en það líklega nokkurn tíma hefur ver-
ið fyrr eða síðar“.
Greinin um Bárðarsögu hefur margt fallegt og sýnir ríka list-
hneigð. Yfirlitsgrein Olafs um Guðmund góða og þjóðtrúarmenjar
ber þess enn merki, hve kynríkt það var Vestfirðingum og Seldæl-
um eigi sízt að meta hugsjónirnar og góðverkin við farandbiskup
þann.
Aðrar ritgerðir bindisins fjalla um örnefnakönnun og byggðar-
sögu. Víða koma þær við, og af gerhygli er ávallt unnið, til mestu
fyrirmyndar. B. S.
Bibliotheca Arnamagnæana. Árið 1937 samþykkti Árna Magn-
ússonar nefnd að hefja útgáfu ritsafns, þar sem birtar væru rit-
gerðir og rannsóknir í norrænum fræðum. Heitir ritsafn þetta Bib-
liotheca Arnamcignæana, og er Jón Helgason prófessor ritstjóri
þess. Fyrsta bindi kom út 1941, en alls eru nú komin út 6 bindi. Að
ytra frágangi er útgáfan með miklum myndarskap og vönduð að
öllu leyti. Verður hér sagt lauslega frá því, sem út er komið af
safninu.
Fyrsta, bindi. Jón Helgason og Anne Holtsmark: Háttalykill cnn
forni. Kbh. 1941. 144 bls. 8°, auk ljósmyndaútgáfu af handriti á
24 bls.
I Orkneyinga sögu er þess getið, að Hallur Þórarinsson kom til
Orkneyja á íslenzku skipi og var lengi með Rögnvaldi jarli kala.
„Þeir ortu báðir saman Háttalykil hinn forna ok létu vera fimm vísur
með hverjum hætti, en þá þótti oflangt kveðit, ok eru nú tvær
kveðnar með hverjum hætti,“ segir í Flateyjarbók.