Skírnir - 01.01.1946, Síða 212
210
Ritfreg'nii'
Skírnir
sóknir á yngri árum og ritaði doktorsritgerð um rúnir i fornum ís-
lenzkum ritum. A öðrum Norðurlöndum eru miklu fleiri rúnaristur
en hér og auk þess bæði eldri og merkilegri. Hefur því rúnafræði
verið stunduð af miklu kappi i Noregi, Danmörku og Svíþjóð og all-
ar rúnaristur í þeim löndum gefnar út á prenti fyrir löngu. Hafa
í seinni tíð jafnan verið uppi ágætir rúnafræðingar með þessurn
þjóðum. Það er því tæplega eins furðulegt og virðast mætti i fljótu
bragði, að það er danskur maður, en ekki íslenzkur, sem verður til
þess að annast heildarútgáfu á íslenzkum rúnaristum og rita skýr-
ingar á þeim, þótt oss sé það ekki með öllu vansalaust. Virðist verk-
ið vel unnið og samvizkusamlega.
Þriðja bindi. Tivo treatises on Iceland from the 17th century.
Þorlákur Skúlason: Responsio subitanea. — Brynjólfur Sveinsson:
Historica de rebus Islandicis relatio. Edited by Jakob Benediktsson.
Copenh. 1943. xxx + 60 bls.
Ritgerðir þær, sem hér eru prentaðar, eru samdar árið 1647. Til-
drög þeirra eru þau, að Otti Krag, ritari Kristjáns konungs fjórða,
sendi báðum biskupum útdrætti úr ritum erlendra höfunda um Is-
land og óskaði umsagnar þeirra. Er þetta ljóst af titlinum á ritgerð
Þorláks biskups. Brugðust biskupar skjótt við og svöruðu um hæl.
Ritgerðirnar fjalla um landið, íbúana, sögu þeirra og bókmenntir.
Hvorug þeirra hefur áður verið prentuð.
Fjórða bindi. Skúli Magnússon: Beskrivelse af Gullbringu og
Kjósar sýslur (1785). Udgivet af Jón Helgason. xxii + 177 bls.
Uppdráttur.
Danska landbúnaðarfélagið hafði árið 1776 heitið verðlaunum
fyrir lýsingu á eðli og högum einhvers héraðs í ríkjum Danakon-
ungs, og var þetta ítrekað á hverju ári í nokkur ár. Þetta varð til
þess, að Skúli landfógeti Magnússon samdi lýsingu á Gullbringu og
Kjósar sýslum og sendi félaginu. Það var árið 1785, og var Skúli
þá 73 ára gamall. Skúli hlaut 3. verðlaunapening félagsins úr gulli
fyrir ritgerðina. Hafði hann i hyggju að koma ritgerðinni á prent,
en úr því varð þó ekki. Hefur hún ekki verið birt fyrr en nú, en ís-
lenzk þýðing hennar eftir Magnús Finnbogason var prentuð i
„Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess“ I. Rvík 1935—36.
Fimmta bindi. Skúli Magnússon: Forsög til en kort Beskrivelse
af Island (1786). Udgivet af Jón Helgason. Kbh. 1944. xviii +
158 bls.
Þessi ritgerð er einnig samin að tilhlutan landbúnaðarfélagsins
danska, er hafði heitið verðlaunum fyrir lýsingu á íslandi og hög-
um þjóðavinnar. Fyrir hana hlaut Skúli 40 rd. verðlaun.
A þessu ári kom út sjötta bindið af þessu ritsafni, rannsókn á
tökuorðum í prentuðum islenzkum ritum frá 16. öld eftir Chr.