Skírnir - 01.01.1946, Síða 213
Skírnir
Ritfregnir
211
Westergaard-Nielsen („Láneordene i det 16. árhundredes trykte
islandske litteratur“). Þessi bók er mest þeirra, sem út hafa komið
i safninu, með inngangskafla yfir 500 bls. Ekki er kastað höndum
til hennar, því að hún er unnin af mikilli elju. Verður væntanlega
nánar getið um hana í Skírni síðar.
Pétur Sigurðsson.
Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791—1797.
Reykjavík 1945.
Einn skemmtilegasti kaflinn í Landfræðissögu Þorvalds Thor-
oddsens er um Svein Pálsson; er þar vandlega sagt frá ævi og starfi
Sveins. Nokkuð hafði Þorvaldur fjallað áður um Svein (t. d. í Geo-
grafisk Tidskrift 1879), en hér mest og bezt; það leynir sér ekki,
hve ljúft verk honum hefur verið að sýna, hvilíkur afburðamaður
Sveinn var. Eigi allfátt var prentað eftir Svein að honum lifanda,
bæði ævisögur manna (þar er sérstök ástæða að nefna ævi Jóns
Eiríkssonar og Bjarna Pálssonar landlæknis), læknisfræði og um
hagnýt efni. Pjórar glefsur úr ferðadagbókum hans voru prentaðar
meðan hann var á ferðum sínum hér (í ritum Náttúrufræðifélags-
'ns danska 1792—93), en það var líka allt og sumt. Ferðabókin
ásamt með ritgerðum, rúmar 1000 bls. í arkarbroti, var óprentuð
lengi vel. Gaman er til þess að vita, að Jónas Hallgrímsson skyldi
verða til að kaupa hana úr dánarbúi Sveins 1842; frá honum fékk
Bókmenntafélagið svo handritið. Nú leið og beið, þangað til 1882
og 1883 að norski fræðimaðurinn Amund Helland gaf út Eldrit
Sveins og kafla úr Jöklaritinu í ársriti Ferðafélagsins norska. Enn
leið langur tími; verðmæti þessara verka Sveins var kunnugt, en
aðrir menn höfðu orðið til að gefa hinum vísindalega heimi lýs-
ingar og skýringar á stöðum og fyrirbrigðum, sem dagbækur hans
fjölluðu um; héðan af var það fyrst og fremst skyld ræktarsemi
við þennan afburðamann, sem rak á eftir um prentun. Lék íslenzk-
um náttúrufræðingum lengi vel hugur á að gefa ferðabók Sveins
út, en vitanlega var að ræða um svo mikið rit, að ekki var auð-
hlaupið að því. Fyrir svo sem hálfum öðrum áratug tók Haraldur
Jónsson kennari frá Vík (nú hreppstjóri í Gröf í Breiðuvík) sig til
og skrifaði handrit Sveins upp af mikilli kostgæfni. Nú liðu tímar,
og réðu menn ráðum sínum, hvað tiltækilegast þætti, láta prenta
i’itið eins og það var, skrifað á dönsku, eða snúa því á íslenzku.
Væri síðari kosturinn tekinn, mátti vænta þess, að bókin kæmi al-
þýðu manna hér á landi að meiri notum, og var að því horfið. Þýddu
þeir bókina Pálmi rektor Hannesson, Jón Eyþórsson veðurfræð-
mgur og Steindór Steindórsson menntaskólakennari. Er það verk
unnið af mikilli vandvirkni og þýtt á prýðilegt mál. Prentun og'
allur frágangur er með bezta móti; bókin er 813 bls. í fjögra blaða
broti með rithandarsýnishornum, teikningum og landabréfum eftir
14*