Skírnir - 01.01.1946, Side 214
212
Ritfregnir
Skírnir
Svein, en auk þess með ,,vignettum“ eftir Tryggva Magnússon. Hér
er prentuð ferðabók Sveins ásamt með ritgerðum og smælki; af
ritgerðunum eru merkastar Jöklaritið og Eldritið. Aftan við eru at-
hugasemdir og- óvenjulega vandleg registur.
Af misfellum, sem ég hef veitt athygli, skal ég nefna, að á fá-
einum stöðum er ekki rétt leyst úr böndum í latneskum orðum.
Bls. 144 stendur Dolor hypochondriore . . . les Dolor hypochondri-
orum . . .; bls. 202 arena vulcanore les arena vulcanorum; bls. 536
Vitae Episcopore . . . les Vitae E'piscoporum ... (en rétt í registr-
inu 772). En ég hygg, að slíkar misfellur séu mjög fágætar, því
að eins og áður er sagt, hefur verkið verið unnið af mikilli alúð
og gaumgæfni.
Bók þessi veitir mest allra heimilda fræðslu um náttúrufræðing-
inn Svein Pálsson; hér getur að líta hann á ferðum hans, við at-
huganir allra hinna margvíslegu fyrirbrigða náttúrunnar; vér sjá-
um hið mikla öryggi hans í að festa hendur á staðreyndum og fara
með þær, athugunargáfu hans, hlutlægni og dómvísi. Asamt með
ævisögum þeim, er hann ritaði, og' þá sérstaklega ævisögu hans
sjálfs, veitir það helzt sýn inn í hugarheim hans. Margt náttúru-
fræðislegt, sem hann fjallar um, hafa siðari tíma menn átt við, en
eigi að siður finnst mér, sem vitanlega er leikmaður í þeim fræð-
um, allt benda til, að margar athuganir hans og upplýsingar séu þó
engan veginn úreltar. En auk þessa er í bókinni geysi-margháttuð
söguleg fræðsla um land og lýð, hag þjóðarinnar og þjóðlíf. Svo
opin augu hefur hinn vitri ferðamaður haft fyrir öllu þvi, sem á
vegi hans var, að mesta skemmtun er að fylgjast með honum á
ferðum hans um landið.
Þegar alls er gáð, má setja þetta rit við hlið ferðabókar Eggerts
og Bjarna; hún er meðal öndvegisrita 18. aldarinnar. Og útgáfan
er svo vönduð, að sómi er að öllum þeim, sem að henni standa.
E. Ó. S.
Jónas Jónasson frá Hiafnagili: Islenzkir þjóðhættir. Onnui'
prentun. Reykjavík 1945.
„Séð hef ég áður rímur Refs,
ritaðar mínum penna;
nti er mér orðið allt til efs,
hvort eigi mér að kenna.“
í þessari prentun „íslenzkra þjóðhátta" er ekki annað að sjá en
bókin sé eins og höfundurinn, séra Jónas, skildi við hana. Ég hef
enga löngun til að gera lítið úr því mikla og þarflega afreki, sem
hann vann þar, en ég skal hreinskilnislega játa, að ég hélt mig hafa
unnið þar það mikið handtak, að vel hefði mátt geta þess einhver-
staðar, þó ekki væri nema í neðanmálsgrein.
Eftir nýjárið lét Isafoldarprentsmiðja prenta bókaskrá sína. Af