Skírnir - 01.01.1946, Side 215
Skírnir
Ritfregnir
213
einhverjum ástæðum er þá nafn mitt nefnt i sambandi við útgáf-
una, og er það á þessa leið: „Einar 01. Sveinsson prófessor bjó út-
g'áfuna undir prentun, heflaði hana og fágaði, eins og hans var
von og vísa, og gerði hana bráðskemmtilega aflestrar.“ Sannleik-
urinn er sagna beztur: ég hef alls ekkert við þessa útgáfu bókar-
innar átt, hvorki til góðs né ills.
Hitt er allt annað mál, sem áður var sagt, að bókin ber í önd-
verðu nokkui' merki handaverka minna; hvort það ber heldur að
lasta eða lofa, veit ég ekki, en staðreynd er það.
Eirtar 01. Sveinsson.
The Skalds. A Selection of Their Poems, with an Introduction
and Notes, by Lee M. Hollander. Princeton University Press for
The American-Scandinavian Foundation. Princeton and New York,
1945. ix + 217 bls.
Dr. Lee M. Hollander, prófessor í germönskum fræðum við ríkis-
háskólann í Texas í Bandaríkjunum, hefur lagt mikla rækt við ís-
lenzk og norræn fræði, eins og lýsir sér ágætlega í hinni ensku
þýðingu hans á Sæmundar-Eddu (The Poetic Edda, 1928) og hinu
merka þýðingasafni hans á enska tungu af norrænum fornkvæðum
(Old Norse Poems, 1936), að* ótöldum fjölda ritgerða hans og rit-
dóma varðandi íslenzkar fornbókmenntir (smbr. ritdóm minn í
Skími, 1939).
Eigi hefur hann þó látið þar staðar numið, því að nú hefur hann
sent frá sér stórt og fjölbreytt enskt þýðingasafn af fornskálda-
kvæðunum, The Skalds, senr út kom fyrir stuttu vestan hafs, og
hefur hann þá lokið því merka fræði- og menningarstarfi að kynna
enskumælandi lesendum allar höfuðgreinar hins íslenzka og nor-
ræna fornkveðskapar.
Öllurn, sem þekkja til skáldakvæðanna, er það augljóst mál,
hvert vandaverk sá þýðandi færist i fang, sem tekur sér fyrir hend-
ur að snúa þeim á enskt mál og íylgja til hins ýtrasta öllum sér-
kennum þeirra um bragarhátt og málfar. Þetta er prófessor Hol-
lander fullljóst, enda hefur hann — og er það áreiðanlega mjög
viturlega ráðið með tilliti til hinna enskumælandi lesenda — eigi
i’eynt til að halda nema nokkurum grundvallareinkennum skálda-
kvæðanna: stuðlum og höfuðstöfum, kenningum og skáldskapar-
niáli (heitum), í þessum þýðingum sírrum. Með því er einnig mikið
fengið, að því er snertir hinn sérstaka svip kvæðanna og hreim,
enda verður eigi annað sagt með sanni en að honum hafi vel tekizt
bæði um stuðla- og höfuðstafasetningu, kenningar og heiti, í þýð-
ingunni. Ýtarlegur samanburður ber því vitni. Hitt er annað mál,
að nokkuð mun hinum erlendu lesendum þykja þýðingin fornyrt
°g oft koma orðaskipun hennar ókunnuglega fyrir sjónir, enda
verður eigi hjá því komizt, eig'i hún að verða nema svipur hjá sjón,