Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 217
Skírnir
Ritfregnir
215
nýtt bindi í hinu stóra og merka ritasafni, sem The American-
Scandinavian Foundation hefur gefið út um norræn fræði og bók-
menntir Norðurlanda. Skuldum vér þýðanda og útgáfufélaginu
miklar þakkir fyrir þetta fræðimannlega og prýðilega þýðingasafn.
Ricliard Beck.
Aage Roussell: Farms and Churches in the Mediaeval Norse
Settlements of Greenland. Meddelelser om Grönland, Bd. 89.
Köbenhavn 1941.
Menn deila um nýlendustjórn Dana á Grænlandi á árunum fyrir
stríðið. En allir hljóta að viðurkenna, að þeir voru duglegir að
rannsaka landið, náttúrufar þess og menningu þjóðanna, sem þar
hafa búið. Hið mikla og merkilega safn, „Meddelelser om Grön-
land“, er árangurinn af rannsóknum þessum.
Fornu Islendingabyggðirnar hafa ekki farið varhluta af rann-
sóknaráhuganum, enda er þar til óvenju mikils að vinna. Þar bjó
þjóð, sem nú er gersamlega horfin af sjónarsviðinu, án þess að
nokkur kunni frá að segja, með hvaða hætti það hefur að höndum
borið. Ef til vill munu rannsóknir byggðanna einhvern tíma varpa
skýru ljósi yfir þá atburði. Þetta er þó fremur veik von. Hins vegar
eru þessar rústir framar öl'lu heimildir um menningu Grænlendinga
á miðöldum, einstæð og ómetanleg uppspretta fróðleiks um frum-
stætt bændasamfélag, sem var svo líkt okkar samfélagi að atvinnu-
háttum og lífsskilyrðum, að draga má ályktanir um örlög og sögu
okkar sjálfra af örlögum þess. íslendingar og Grænlendingar hinir
fornu eru þjóðir, sem fluttu búferlum til harðbýlli landa en heima-
löndin voru. Þær höfðu með sér atvinnumenningu, sem mótazt hafði
við hagstæðari náttúruskilyrði en þau, sem nýju löndin höfðu að
bjóða. Það var frá öndverðu tvísýnt, hvernig þessu reiddi af. Svo
má kalla, að þessi atvinnumenning stæðist raunina á íslandi, þjóðin
skrimti, þótt með herkjubrögðum væri. Grænlendingar voru í enn
meiri hættu. Þeir voru komnir út á yztu nöf, sem nokkur von var,
að norræn víkingaáldarmenning' gæti þrifizt. Þetta tókst um stund-
arsakir, en þau bjargráð, sem þessi menning bjó yfir, nægðu ekki,
og grænlenzka þjóðin hvarf.
Vísindalegai' rannsóknir grænlenzku eyðibæjanna hófust 1921,
þegar dr. Poul Nörlund gróf upp rústirnar og kirkjugai'ðinn á
Herjólfsnesi, sem var syðsti bærinn i Eystribyggð. Seinasti rann-
sóknarleiðangurinn var gerður út 1939. Allir helztu bæirnir hafa
nú þegar verið rannsakaðir, Garðar, Brattahlið, Herjólfsnes og
Hvalsey í Eystribyggð og Sandnes 1 Vestribyggð, auk margra minni
háttar bæja. Nákvæmar skýrslur um rannsóknirnar hafa verið gefn-
ar út jafnóðum. Þar er saman kominn margvíslegur fróðleikur um
hýbýli og guðshús grænlenzka miðaldafólksins. Hinir fjölmörgu
forngripir, sem mold og þeli hafa varðveitt dyg'gilega fram á þenn-