Skírnir - 01.01.1946, Síða 218
216
Ritfregnir
Skírnir
an dag, sýna okkur grænlenzka bóndann Ijóslifandi við hversdags-
störfin með fólki sínu, utan bæjar og innan. Einnig bregður hon-
um fyrir á helgistundunum,' ýmist við almenna guðsþjónustu í
sóknarkirkjunni eða frammi fyrir litlum róðukrossi heima á bænum.
Það, sem grænlenzku rannsóknirnar hafa leitt í ljós, hefur hing-
að til verið geysimikið, samhengislaust safn einstakra atriða, sam-
bærilegt við fornbréfasafn, sem ekkert hefur verið unnið úr. Þann-
ig byrjar öll fornleifafræði. Það er söfnunarstigið. Næst er að
skipuleggja og raða, glöggva sig á sambandinu milli einstakra
atriða og rekja þann þróunarferil, sem fólginn er að baki öllu
saman. Þegai það tekst, breytist safnið í sögu, í'aunsanna lýsingu
úr lífi þeirrar þjóðar, sem látið hefur minjarnar eftir sig.
Það er þetta, sem danski fornfræðingurinn Aage Roussell hefur
gert í doktorsritgerð sinni, sem hér verður gerð að umtalsefni.
Hún fjallar um grænlenzka bæi og kirkjur og var prentuð í ,,Med-
delelser om Grönland“ 1941, en barst ekki hingað til lands fyrr en
eftir stríð. Dr. Roussell er arkitekt að menntun og gerðist starfs-
maður við krýólítnámurnar í Ivigtut á Grænlandi að loknu námi.
Komst hann þá í kynni við dr. Nörlund og vann með honum við
uppgröftinn í Görðum sumarið 1926. Síðan hefur hann einvörð-
ungu fengizt við fornfræðirannsóknir, tekið þátt í sex leiðöngrum
til Grænlands, farið tvisvar til skozku eyjanna og einu sinni til Is-
lands í sömu erindagerðum og auk þess staðið fyrir mörgum upp-
gröftum heima í Danmörku. Hann er nú aðstoðarmaður við mið-
aldadeild danska þjóðminjasafnsins. Fáir munu vera honum fróð-
ari um húsagerð alþýðu á Norðurlöndum, og um uppgraftrartækni
og Grænlandsrannsóknir stendur honum enginn á sporði. Upp-
drættir hans af fornum bæjarrústum eru frábærir, og kemur teikni-
kunnátta hans frá arkitektsárunum þar í góðar þarfir. I doktors-
ritgerð hans eru myndir og uppdrættir með þeim ágætum, að til
fyrirmyndar er hverjum þeim, sem um álíka efni skrifar.
Bók dr. Roussells er 354 síður í stóru broti og skiptist í marga
kafla. Helztu kaflarnir eru um bæjarstæði og afstöðu húsa á Græn-
landi, urn grænlenzkar kirkjur, um grænlenzka bæi og loks forn-
gripaskrá frá rannsóknarleiðangi'i til Austmannadals í Vestribyggð
sumarið 1937, nokkurs konar viðauki, sem ekki kemur meginefninu
við. I kaflanum, sem fyrst var nefndur, er ekkert, sem kemur Is-
lendingi nýstárlega fyrir sjónir. Bæjarstæðin hafa verið valin eftir
sams konar þörfurn á Grænlandi og hér á landi, afstaða bæjar og
peningshúsa er einnig hin sama, og á hverjum bæ eru sömu teg-
undir húsa í báðum löndum. Bæjarhúsin eru öll sambyggð, en pen-
ingshús, skemmur og hjallar á víð og dreif um túnið eða landar-
eignina. Undantekning eru fjósbæirnir, sem síðar getur.
Miklu merkilegri er kaflinn um kirkjurnar. A Grænlandi eiga að
hafa verið 16 kirkjur, 12 í Eystribyggð og 4 í Vestribyggð. Af