Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 219
Skírnir
Ritfrcgnir
217
þeim hafa 9 verið rannsakaðar, og sýnir dr. Roussell grunnflatar-
myndir þcirra í bók sinni. Kirkjurnar hafa allar verið steinkirkjur,
hlaðnar úr höggnum sandsteini. Hleðslan er ýmist ,,þurr“ eða með
deigulmó milli umferðanna. Ein þeirra, Hvalseyjarkirkja, var þó
límd með kalki, enda er hún eina forna kirkjan á Grænlandi, sem
enn er óhrunin.
Grænlenzkar kirkjur skiptast í tvo flokka eftir lögun sinni. í
öðrum flokknum eru kirkjur með stutta og breiða framkirkju,
þ. e. a. s. nokkurn veginn jafnhliða, ferhyrndan gólfflöt, sérbyggð-
an, nokkru mjórri kór við austurgafl og timburstafn í vesturgafli.
Kirkjurnar af hinni gerðinni eru eins og’ aflangur ferhymingur við
gólf, hafa ekki aðgreindan, mjórri kór og eru oftast hlaðnar úr
grjóti allt um kring. Það, sem skýlaust heimilar að draga marka-
linu milli þessara tveggja gerða, er hlutfallið milli lengdar og
breiddar og sérbyg'gði kórinn, sem önnur gerðin hefur, en hin ekki.
Kórlausu kii'kjurnar eru betur þekktar, af því að Hvalseyjarkii'kja
er af þeirri gerðinni og hægt hefur verið að mæla hana hátt og
lágt. Við það hefur komið í ljós, að kirkjan er byggð eftir svoköll-
uðu „ad quadratum“-kerfi. Hún er helmingi lengri en hvað hún er
breið að utanveggjamáli, þ. e. a. s. grunnflötui'inn er tveir rétt-
hyrndir, jafnhliða ferhyrningar. Sömuleiðis er vegghæð upp að
þakbrún helmingur breiddarinnar, dyrabreidd helmingur dyrahæð-
arinnar, og hið sama á við um fiesta gluggana. Þetta getur ekki
verið tilviljun og sýnir til fullnustu,, að þeir, sem gerðu Hvals-
eyjarkirkju, hafa þekkt þessa evrópsku byggingarreglu og farið
eftir henni.
Mönnum hefur lengi verið Ijóst, að grænlenzku kirkjurnar eru
ekki gerðar eftir íslenzkri fyrirmynd. Steinkirkjur gerðu Islend-
ingar ekki á miðöldum, og hafa sennilega aldrei iðkað þá tækni,
sem þurfti til að reisa kirkjur eins og þær g-rænlenzku. Þetta leggur
dr. Roussell einnig áherzlu á, en hér skal því skotið inn í, að kafli
hans um íslenzku kirkjurnar er vægast sagt af vanefnum gerður.1
Þar gægist fram margs konar misskilningur, auk þess sem höfund-
inum fatast illa í meðferð íslenzkra orða og heita. Álíka hirðuleysi
er ekki ný bóla hjá útlendingum, sem skrifa um íslenzk efni, en er
alltaf til óþrifa, og bók Roussells missir dálítið af snyrtiblænum
vegna þessa. Raunar drepur hann á það 1 formála og afsakar að
nokkru, en það bætir lítið úr skák.
En þó að þessi kafli sé í sjálfu sér gallaður, leiðir hann ekki til
neinna rangra ályktana um uppruna grænlenzku kirknanna. Þær
eru af öðru sauðahúsi en þær íslenzku. Fram til þessa hafa fræði-
menn talið, að orkneyskar steinkirkjur væru fyrirmynd þeirra. En
nú sýnir dr. Roussell, að hér er seilzt um hurð til loku eftir skýr-
ingu. I Noregi eru miðaldakirkjur, sem búnai' eru Öllum einkenn-
um grænlenzku kirknanna og geta mætavel verið fyrirmyndir