Skírnir - 01.01.1946, Side 220
218
Ritfregnir
Skírnir
þeirra. Noregur var það landið, sem Grænlendingar áttu mest
skipti við, þaðan kom þeim kristni, síðar laut grænlenzka kirkjan
erkistólnum í Niðarósi, frá Noregi komu biskupar Grænlands og
jafnvel eitthvað af prestum. A vegum þessa menningarsambands
hefur norsk kirkjugerðarlist borizt til Grænlands. Sú gerðin, sem
ætla má, að sé eldri, stuttu kirkjurnar með sérbyggða kórnum, er
afkvæmi rómanskrar kirkjugerðarlistar, en hin yngri, þar sem
breiddar-lengdar-hlutfallið er 1:2, er síðgotneskt fyrirbrigði og
þekkist bæði í Englandi og Noregi og mun vera frá því um 1300.
Þessa kenningu um innbyrðis aldur kirkjugerðanna tveggja styður
dr. Roussell með því, að í kirkjunum með sérbyggða kórnum er
máleiningin rómverska fetið, 29,5 cm, en i Hvalseyjargerðinni virð-
ist hafa verið mælt með karólíngisk-gríska fetinu, 32,5 cm. Róm-
verska fetið var notað á fyrri hluta miðalda í Norður-Evrópu, en
karólíngisk-gríska fetið barst þangað með síðgotnesku byggingar-
listinni.
Kirkjurnar sýna, hvaða kröfur Grænlendingar gerðu til sjálfra
sín um guðshúsasmíð og veita nokkra vitneskju um sambönd þeirra
út á við. Bæjarrústirnar eru þó enn girnilegri til fróðleiks, því að
híbýlakostur manna snertir lífsbaráttu þeirra á allt annan hátt en
kirkjubyggingar. I bók sinni hefur dr. Roussell tekið til athugunar
alla grænlenzka bæi, sem upp hafa verið grafnir, borið þá saman
og skipt í flokka eftir sniði. Síðan sýnir hann, hvernig ein bæjar-
gerðin verður smám saman til af annarri, rekur þróunarferil græn-
lenzkra torfbæja.
Fyrstu húsin, sem landnemarnir reistu, voru langir, óskiptir
skálar með útidyrum á framhlið nær gafli. Slík hús eru kunn úr
fornum, íslenzkum sögum og fornleifarannsóknum hér á landi.
Grænlenzk og íslenzk bæjarhús eru því eins á elzta stigi, og er fróð-
iegt að sjá, hvaða stefnu þróunin tekur í hvoru landinu um sig.
Fyrsta breytingin, sem Grænlendingar gera, er að korna fyrir úti-
dyrum og anddyri inn af í miðjum bæ, en húsum til beggja banda
og' aftui' af anddyrinu. Þetta var stórkostleg endurbót, því að með
því var að mestu unninn bugur á útidyrakuldanum, sem alltaf hlaut
að vera tilfinnanlegur, meðan útidyr voru á sjálfum skálanum. Ef
fjölga þurfti húsunum á slíkum bæ, lá beint við að lengja anddyrið
aftur á við og búa til nýja húsaröð að baki hinna fremri og svo
koll af kolli, ef með þurfti. Við þetta breytist anddyrið í löng göng
með dyrum inn í húsin til beggja hliða, og komið er fullmótað
bæjarlag það, sem okkur íslendingum er svo vel kunnugt: ganga-
bærinn. Og enn finna Grænlendingar upp nýtt bæjarlag, ,,the cen-
tralized farm“, sem Roussell kallar, en réttast væri að kalla fjós-
bæi á íslenzku. Þar gengur öll viðleitni í þá átt að þjappa öllum
húsunum á bænurn saman, mannahúsum, peningshúsum og geymsl-
um. Fjósið er oftast í miðri þessari húsaþyrpingu. Flest eru 23 lítil,