Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 221
Skírnir
Ritfregnir
219
sambyggð hús á einum bæ. Þau eru óregluleg, engin göng liggja
frá útidyrum sem aðalsamgönguæð bæjarins, heldur hefur þurft
að paufast hús úr húsi eftir mörgum krókaleiðum til að komast
milli útidyra og sumra húsanna. Þróun torfbæjanna á Grænlandi
er þá þessi: óskipt langhús eða skáli, langhús með anddyri í miðju,
gangabær og loks fjósbær.
Hvernig varð nú þessi þróun á íslandi? Hér erum við illa á vegi
staddir, vegna þess að tiltölulega fáar bæjarrústir hafa verið rann-
sakaðar hér á landi. I þess stað höfum við húsalýsingar fornra
sagna, en þær eru varhugaverðar og oft mjög vandséð, um hvaða
bæjarlag er að ræða. Það virðist þó vera óhætt að fullyrða, að
skálinn forni hafi fyrst breytzt í tvö eða fleiri langhús, sem st.óðu
hvert af enda annars og' höfðu einar sameiginlegar útidyr á fram-
hlið nærri gafli aðalhússins. Þetta lag er á bænum í Stöng og fleiri
bæjum í Þjórsárdal, en þeir eru þvi miður ekki tímasettir með
fullri vissu, þó að líklegt sé, að þeir séu frá 13. öld. Þetta bæjarlag
svarar til grænlenzku bæjanna með anddyri í miðju. Gangabær
hefur aldrei fundizt i fornum rústum hér á landi, og í sögunum,
t. d. Sturlungu, er ekki heldur nein bæjarlýsing, sem tvímælalaust
á við gangabæ. Af Sturlungu má helzt ráða, að bæir af Stangar-
gerðinni hafi verið algengastir á 13. öld hér á landi. Bæir eins og
grænlenzku fjósbæirnir hafa líklega aldrei verið til hér á landi.
Af því að gangabærinn hefur skapazt við eðlilega þróun á Græn-
landi, en er hins vegar óþekktur í fornum rústum og' ritum á Is-
landi, en algengur þai' á seinni öldum, dregur dr. Roussell þá álykt-
un, að Grænlendingar hafi fundið upp gangabæinn, og íslendingar
hafi að öllum líkindum tekið það bæjarlag' eftir þeim. Fyrra atriðið
er vafalaust rétt, Grænlendingar hafa fundið upp gangabæinn. En
hið siðara er miklu ósennilegra. Við vitum raunar ekki, hvenær
gangabæir voru fyrst gerðir á íslandi, en hvorki rústir né ritaðar
heimildir geí'a átyllu til að telja þá eldri en frá 14. öld. Á þeirri
öld í fyrsta lag'i hafa þá íslendingar átt að nema þetta byggingar-
lag af Grænlendingum. Þá er hnignunarskeið Grænlendinga að
hefjast og samböndin við önnur lönd að rofna. Á þeim tírna er sizt
von á menningaráhrifum frá Grænlandi.
En annálar segja þó frá nokkrum samg'öngum milli íslands og
Grænlands á 14. og 15. öld, og' þess vegna gæti þessi kenning Rouss-
ells verið rétt. En hitt er þó allt eins liklegt, að samsvörun græn-
lenzku og íslenzku gangabæjanna sé aðeins afleiðing' hliðstæðrar
þróunar. Byggingarefni, veðráttufar og atvinnuhættir ráða, hvern-
ig þjóðirnar gera sér híbýli. Allt var þetta svipað á íslandi og Græn-
landi. Það er því ekkert ótrúleg't, að báðar þjóðirnar finni upp
sams konar byggingarlag', komist að sömu lausn á sameig'iniegu
vandamáli. Grænlendingar eru fyrri að marki, af því að það, sem
ræður breytingum byggingarlagsins í þessum norðlægu löndum,