Skírnir - 01.01.1946, Page 222
220
Ritfregnir
Skírnir
rekur hraðar á eftir á Grænlandi en hér. En um síðir koma þó báðar
þjóðirnar í einn stað niður að þessu leyti.
Fjósbæina eru Grænlendingar einir um. I þeim er bersýnilega
allt miðað við, að sem minnst þurfi að fara út til að kornast milli
húsa. Fjósið er í miðri húsahvirfingunni og öll hin húsin í kring
eins og dilkar utan um almenning. Það er táknandi fyrir skilning
þeirra manna, sem lítt eru kunnir hinu lifandi lífi hér á norður-
hjaranum, að Danir hafa jafnan haldið, að húsunum sé þannig
skipað af umhyggju fyrir kúnum, allt hafi þurft að gera til að
tryggja þeim nægilegan hita. Dr. Roussell er enn á þessari skoðun.
En vitanlega er miklu líklegra, að kýrnar hafi verið hafðar í miðj-
um bænum til að hita upp húsin í kring, fjósið hefur verið eins
konar hitamiðstöð alls bæjarins. Nægir í þessu sambandi að minna
á íslenzku fjósbaðstofurnar. í þeim var fjóshitinn notaður til upp-
hitunar mannahúsanna. Þessu hafa Islendingar tekið upp á seint
á öldum, því að það er allt annað, þegar talað er um í fornum sög-
um, að innangengt sé í fjós. Það þýðir aðeins, að göng eða dyr
liggi milli fjóss og bæjar til þæginda.
En þótt vafi geti leikið á um nokkur minni háttar atriði í bók
dr. Roussells, dregur það lítt úr heildargildi hennar. Efnið er lagt
fram, skýrt og skipulega, og þróunarferillinn rakinn, og það er
þetta, sem skiptir mestu máli. Skilning einstakra atriða getur mað-
ur þá átt við sjálfan sig.
Dr. Roussell endar meginmál bókar sinnar á þessa leið : ,,Sú er
kenning þessarar ritgerðar, að grænlenzku bæirnir hafi ekki sætt
sig við hina gömlu byggingarhætti í andlegum sljóleika, heldur
glímt sjálfir við vandamálin og skapað nýjar bæjargerðir, sem voru
jafnvel teknar eftir þeim í öðrum löndum.“ Þetta er raunar bless-
að og gott, en þó finnst mér þessi bók Roussells framar öllu vera
mjög lærdómsrík lexía um baráttu Grænlendinga (og Islendinga)
við kuldann. Hvert nýtt stig í bæjargerð þeirra er ný hervæðing
gegn kuldanum. Hann réð þróunarferli grænlenzka bæjarlagsins.
Hans vegna var anddyrabærinn fundinn upp, svo að hvergi þyrftu
að vera útidyr á vistarverum manna, sömuleiðis gangabærinn, þar
sem aðeins eru einn eða tveir útveggir á hverju húsi og einar sam-
eiginlegar útidyr. Völundarhús þau, sem hér eru kölluð fjósbæir,
eru þó hvað mest mörkuð af baráttunni við kuldann. Þar er mörg-
um og smáum húsum með geysiþykkum veggjum hnappað saman,
svo að þau hafi skjól hvert af öðru, og kúm og kindum er kornið
fyrir heima á bænum, til þess að hægt sé að sinna þeim án þess að
fara út fyrir dyr og hafa um leið nokkurn hita af þeirn inn í manna-
húsin. Samanburðurinn við Island er lærdómsríkur. Islendingar
hafa runnið sama skeið, þótt allt hafi farið hægar, af því að bar-
áttan við kuldann var ekki eins hatrömm. Við lögðum af stað frá
myndarlegum skálum með stórum langeldum, skiptum þeim síðan