Skírnir - 01.01.1946, Page 223
Skírnir
Ritfregnir
221
sundur í smærri hús, fundum upp gangabæinn, gerðum baðstofuna
að dagstofu og svefnhúsi og fluttum loks kýrnar heim á bæinn til
upphitunar.
Margt bendir til, að veðrátta hafi kólnað til muna á Norðurlönd-
um á seinni hluta miðalda, og má nú fullvíst telja, að svo hafi verið.
Saga bæjanna á íslandi og Grænlandi endurspeglar þetta. Menning
sú, er landnámsmennirnir fluttu með sér hingað til lands og þaðan
barst til Grænlands, var ekki heimskautamenning og hefur aldrei
orðið það. Islendingar hafa aldrei kunnað að lifa í köldu landi.
Þeir hafa frá upphafi og fram á þennan dag orðið úti milli bæja,
þó að þess séu engin dæmi um Eskimóa, sem búa í enn kaldari lönd-
um, að kuldi grandi þeim. En þó hefur hin gamla menning brevtzt
að mörgu leyti eftir hinum nýju heimkynnum. Breytingar græn-
lenzku og íslenzku torfbæjanna eru í sjálfu sér aðeins aðlögun og
samhæfing húsakynnanna við kuldann. Þessi aðlögun nægði Islend-
ingum til að draga fram lífið, þótt um harðnaði. En Grænlendingar
urðu undir í glímunni. Engin aðlögun gerði þeim líft við þau skil-
yrði, sem hin gamla bændamenning bauð. Þjóðin dó út, af því að
hún bjó við menningu, sem var í óbætanlegu misræmi við náttúru-
skilyrði landsins. Sumir halda þó, að Grænlendingar hafi ekki dáið
út, heldur blandazt Eskimóum og tekið upp lifnaðarhætti þeirra.
En það haggar lítið því, sem hér er sagt. Þjóðin dó út sem þjóð,
menning hennar glataðist, af því að hún studdist við atvinnuvegi
og mannfélagsháttu, sem áttu ekki lífvænt á Grænlandi, þar sem
Eskimóar aftur lifðu kóngalífi við sömu náttúruskilyrði, af því að
menning þeirra var í hvívetna samhæfð kjörum heimskautaland-
anna.
Bók dr. Roussells örvar til hugleiðinga um þessi efni. Hún er
menningarsöguleg rannsókn eins og öll góð fornleifafræði á að
vera. Okkur íslendingum er þessi bók sérstaklega mikill fengur,
vegna þess, hvað viðfangsefnið stendur okkur nærri. Þar að auki
sýnir hún, hvaða hlutverk bíður íslenzkrar fornleifafræði og vísar
henni veginn. Kristján Eldjárn.
Einar Benediktsson: LjóSmæli I—III. Utgefandi Isafoldarprent-
smiðja. Reykjavík 1946.
Tvær síðustu ljóðabækur Einars Benediktssonar og þýðing hans
á Pétri Gaut hafa verið ófáanlegar um margra ára skeið, og einnig
er nú þrotin endurprentunin frá 1935 á þremur fyrstu ljóðasöfn-
um hans. Það er því ekki að ófyrirsynju, að búin hefur verið úr
garði heildarútgáfa af ljóðum Einars, frumortum og þýddum. Söfn
hans eru látin halda sér, eins og hann gekk frá þeim, því að ekki
er nú unnt að raða öllum kvæðum hans í tímaröð eftir því, hvenær
ort eru, og ekki til eiginhandarrit nema að örfáum þeirra. — Þeim
er hér skipað í þrjú bindi. í hinu fyrsta eru ljóðin úr Sögum og