Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 225
Skírnir
Ritfregnir
223
hefur lagt mikla vinnu og alúð við verk sitt, sem verða mun mörg-
um góð leiðarvisan við lestur kvæðanna.
For- og eftirmálar Einars eru hér ekki prentaðir með viðkom-
andi söfnum, heldur með athugagreinum útgefandans í lok síðasta
bindis, og munu sumir kunna því illa, þótt litlu varði. En Pétur
Sigurðsson háskólaritari, sem búið hefur kvæðin til prentunar af
mikilli kostgæfni, greinir þarna frá fyrsta prentunarstað þeirra og
rekur helzta orðamun við seinni útgáfur, ef einhver er, og til-
greinir heimildir um tildrög þeirra. Er að þessu mikill fengur og
fróðleikur, og virðist vel hafa verið til skrárinnar viðað, þótt.aldrei
geti svo farið, að ekki skjótist yfir eitthvað. Til að mynda er þess
ekki við getið, að Vestmannavísur voru fyrst prentaðar í Lögbergi
4. ágúst 1921 og erfiljóðin eftir Jarþrúði Jónsdóttur í Visi 28. apríl
1924 með litils háttar orðamun frá þvi, sem í Hvömmum stendur,
og misritazt hefur um Meistara Jón, sem prentaður var fyrst i Tím-
anum 10. maí 1924. Dánarstef í Hvömmum mun ekki vera ort eftir
Margrétu Svölu, dóttur skáldsins, heldur gert um stúlku, sem þjón-
að hafði þeim Valgerði og Einari erlendis. Hins vegar hafði Einar
byrjað á erfiljóðum um Svölu, sem hann lauk aldrei við og enn eru
óprentuð. Mishermi er það um myndina frarnan við Hrannir, að
hún sé af Einari um sextugt. Hún er tekin af Einari sjötugum. —
Prentvillur eru i færra lagi og flestar meinlitlar, þótt ávallt séu þær
hvumleiðar — en til endurgjalds eru leiðréttar nokkrar villur úr
eldri útgáfum.
Auðsætt er á öllu, að vandað hefur verið til þessarar bókagerðar
eftir föngum, svo að samboðin yrði skáldinu. Og það hefur tekizt.
S. J. Þ.
William Shakespeare: Kaupmaðurinn í Feneyjum. Siffurður
Grímsson islenzkaði. IX. bók Listamannaþings. Helgafell 1946.
Enski leikdómarinn James Agate þolir ekki að sjá Kaupmanninn
í Feneyjum. Honum finnst leikurinn í bezta falli leiðinlégur. Hann
segir, að þetta sé því að kenna, að leikritið var barið inn í hann
„sem sýnishorn enskra bókmennta“ í þremur skólum og skýrt á
marga vegu. Síðan má hann ekki leikinn sjá.
Ekki er hætt við þvi, að það fari fyrir okkur eins og Agate, hvað
leikrit Shakespeares snertir. Þau eru ekki höfð í harðbráki hér á
landi. Það telst stórviðburður, þegar út kemur íslenzk þýðing á
einhverju leikrita þessa skáldjöfurs Breta. Sjálfsagt á það langt i
land, að íslenzkur unglingur fái ógeð á Shakespeare fyrir offylli af
leikritum hans á námsárunum. En það verður maður að sanna með
James Agate, að þriðja eða fjórða yfirferð „Manns og konu“ í
Menntaskólanum forðum daga gerði manni næsta torvelt að sætta
sig við skáldsöguna næstu árin eftir stúdentspróf.
í aðra röndina er það góð forsjón, að Shakespeare er leiddur