Skírnir - 01.01.1946, Page 226
:224
Ritfregnir
Skírnir
hægum skrefum og með aðgæzlu á listamannaþing hér á landi.
Það er ekki skemmtilegt tilhugsunar, að hann lendi í höndum mis-
jafnra þýðenda, komist í tízku sem kallað er, svo annarhver hrokk-
inkollur telji sig þess umkominn að leika Hamlet og gangvakrar
dætur Austurstrætis Desdemónu.
Hingað til hefur ekki verið yfir því að kvarta, að veifiskatar hafi
ráðizt í Shakespeare-þýðingar. Steingrímur þýðir Lear konung og-
stendur fremstur með þá þýðingu eina. Matthías þýðir sorgarleik-
ina fjóra og Indriði sögu- og' gleðileiki, sem raunar hafa ekki verið
gefnir út ennþá. I þennan flokk kemur nú Sigurður Grímsson með
Kaupmanninn í Feneyjum, gleðileik, sem var leikinn hér á leiksviði
í vetur. Er það skemmst mál, að hinn nýi Shakespeare-þýðandi
sómir sér vel í hópnum.
Kaupmaðurinn í Feneyjum er ævintýri. Raunar tvö ævintýri,
tvinnuð saman. Sagan uln Portíu og' skrínin þrjú og sagan um hinn
grimma Gyðing, sem heimtar bætur goldnar með pundi af kjöti úr
kaupmanninum í Feneyjum. Allur leikurinn er fjarri raunveruleik-
anurn. Það er jafnfráleitt að leika Portíu sem einhvers konar rétt-
lætisboðbera eða íniynd kvenlegrar meðaumkunar, eins og að leika
Shylock með annað augað á hrakföllum kynstofns Davíðs. Báðar
persónurnar eru hreinar kynjaverur, ævintýrahetjur, rautt epli á
grænni grein og ormsmoginn ávöxtur, sem féll til jarðar, álfkonan
í hamrinum og tröllið í fjallinu. Aðrar persónur leiksins eru af
sarna stofni, en satt er það, að töframaðurinn Shakespeare hefur
snortið þær með sprota sínum, svo að við þekkjum þær í okkur og
okkur í þeim. Og er það ekki einmitt þetta, sem helzt gefur ævin-
týrunum gildi? —• Það er mikil andleg fátækt að horfa upp á Kaup-
manninn í Feneyjum með sama hugarfari og á Heddu Gabler. Al-
mennur sveitarsjóður í andlegum efnum er enginn til — hver verð-
ur að bjargast sem bezt hann getur — sjóðurinn hefði líka sprung-
ið í þessum bæ í vetur, sem leið, ef til hefði verið. Reykvikingum
hafa enn ekki boðizt nein sjónarspil, sem þeir geta haft til hlið-
sjónar meistaraverki Shakespeares, nema ef vera kynnu ævintýra-
leikir Óskars Kjartanssonai', ungs skálds, sem féll löngu fyrir aldur
fram. Þar var þetta sama: spyrnt við ormsmogna ávextinum, bitið
í rauða eplið, hvort tveggja mikil nautn fyrir andlega heilbrigt fólk
eins og börnin. Barnaverndunarnefnd bæjai'ins lét líka málið til
sín taka og bannaði leik Shakespeares fyrir börn.
Það er höfuðkostur þeirrar þýðingar á Ivaupmanninum í Fen-
eyjum, sem fyrir liggur, að ekki er gert á hluta ævintýrisins. Það
fær að njóta sín, fært í léttan búning nútímamáls, sem fellur vel
að tali á leiksviði. Leiknum er ekki ætlað það hlutverk að vera
enskunámsbók, líkt og útlegging Eiríks Magnússonar á The Tem-
pest, þess vegna er sums staðar vikið frá orðréttri þýðingu, en
hvergi til tjóns, að því er séð verður. I fyrstu viðræðu leiksins er