Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 228
226
Ritfregnir
Skírnir
er einstakt í sinni röð, en sómir það sér í borgaralegum bókaskáp
við hliðina á Kónginum á Kálfskinni og öðrum þokkalega inn-
bundnum bókum? Jú, per contrarium, líkt og myndin af kóngsdótt-
urinni í Júdeu innan um postulínskýr og hunda, en varla öðruvísi.
Ut af fyrir sig' er ekki að amast við því, þó að Wilde sé kosinn á
Listamannaþing með þessa bók, annað leikrit eftir hann kemur
ekki til greina í því efni, ádeilan á enska yfirstétt fer hér fyrir ofan
garð og neðan. En var ekki hægt að kjósa einhvern annan en Wilde
í 10. sætið? Stjórnaði það valinu, að leikritið er örstutt, einn þátt-
ur, og með því var hægt að slá botninn í dýra útgáfu til hagsmuna
fyrir forlagið? Maður freistast til að halda það. Rit annarra höf-
unda í þessu heimilisbókasafni, sem á að vera, eru ólíkt þykkari
á kjölinn.
Sigurður Einarsson íslenzkaði leikritið. Er þýðingin yfii'leitt
samvizkusamlega unnin, en einhvern veginn finnst manni, að kliður
málsins hefði mátt vera mýkri.
Ranghernxi er það, að Sarah Bernhardt hafi leikið Salóme, eins
og segir í bókarinngangi. Wilde snax'aði leiknum á frönsku fyrir
hana, og hún var búin að samþykkja að leika hlutvei'kið, en skoi'-
aðist undan þvi á síðustu stundu. L. S.
Axel Thorsteinsson: Sköp og skyldur. Sjónleikur í 5 þáttuill. ísa-
foldarprentsmiðja 1945.
í raun og' veru er leikrit Axels Thorsteinssonai', Sköp og skyldur,
ekki sjónleikui' í eiginlegasta skilningi þess orðs. Höfundurinn segir
það lika sjálfur, að hann hafi ekki haft í huga, að það væri sýnt á
leiksviði óbreytt. En ekkei't leiki'it verður sjónleikur fyrr en það
hefur verið sýnt á leiksviði, og leikrit, senx ekki er ætlað fyrir leik-
svið, er tíðast hvoi'ki fugl né fiskur. Langflest islenzk leikrit ei'u
með því marki brennd, að höfundar þeirra þekktu ekki eða sinntu
ekki hinunx ströngu kröfum leiksviðsins. Leikrænn, gamansamur
þvættingur er í sjálfu sér beti'i sjónleikur en samtalsþáttur, hversu
skáldlegt senx viðræðuefnið kann að vei'a. Allur galdui'inn er sá,
að persónur leikritsins lifi og hrærist i þeinx setningum og athöfn-
um, sem höfundur tileinkar þeim. Allur galdurinn? Það er mikið
sagt og eiginlega gegn betri vitund, því að leiksviðið útheimtir
ýmislegt fleira.
Leikrit Axels Thorsteinssonar fellur að mestu utan við þessar
almennu athugasemdir, því að höfundur hefur slegið þann var-
nagla, að leikritið verði ekki tekið til leiks óbreytt. Frekari unx-
sögn um leikritið hlýtur þess vegna að biða seinni tínxa, en eins og
það liggur fyrir eru í því mikil og góð efni í áhrifaríkan sjón-
leik. L. S.