Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 229
Skírnir
Ritfregnir
227
TVÖ ÚTVARPSLEIKRIT: Hans klaufi: í sæluhúsinu á UrSar-
heiíSi. Félagsprentsmiðjan 1946. (Útg. í 100 tölusettum eintökum.)
Andrés G. Þormar: Svörtu augun. Fjöll'itað á forlag höf. 1946.
Það er til vitnis um gróskuna í íslenzkri leikritun, að út eru kom-
in fyrstu útvarpsleikritin, að sönnu í útgáfum, sem ekki eru að-
gengilegar öllum almenningi, þar sem af öðru leikritinu eru prent-
uð fá tölusett eintök, en hitt fjölritað. Mjór er mikils vísir, og er
ekki um að fást. Gaf ekki Einar Benediktsson út þýðingu sína á
Pétri Gaut í 30 eintökum um síðustu aldamót?
Bæði eiga útvarpsleikritin sammerkt i því, að þau segja frá yfir-
náttúrlegum atburðum. Hljóðneminn virðist vera tilvalið verkfæri
til að segja í draugasögur. Það eitt út af fyrir sig er nógu yfirnátt-
úrlegt, að fólk, sem er statt víðs fjarri, talar til manns frá útvarps-
tækinu i stofuhorninu. A þetta lagið hafa þeir gengið Hans klaufi
(Haraldur Á. Sigurðsson) og Andrés Þormar, en sitt með hvoru
móti.
Hans klaufi býður okkur inn í sæluhús á Urðarheiði í blindbyl
með tveimur vegmóðum rjúpnaskj'ttum, og hann undirbýr fyrir-
bærið með því að láta annan kumpánann segja mergjaðar drauga-
sögur. Persónurnar í annarri sögunni, sem sög'ð er, mæta í sæluhús-
inu, svo að hlustendur verða að láta sannfærast með hinum van-
trúaðri ferðamanni. — Andrés G. Þormar notar fínni vinnubrögð.
Hann leyfir hlustendum aðeins að renna grun í, að ekki sé allt með
felldu um heimsókn konunnar með svörtu augun og treinir sér
óhugnan sögunnar til leiksloka. Útvarpsleikur Þormars er hinn
áhrifaríkasti, og það er trúa mín, að það megi gera honum góð skil
ú leiksviði. L. S.
TVÖ FRUMSAMIN LEIKRIT OG EITT ÞÝTT: Kristján S. Sig-
urðsson: Hjónabandsauglýsingin. Gamanleikur í tveimur þáttum.
Á kostnað höfundar. Akureyri 1943. Björn Ol. Pálsson: Eg vil ekki
vera jómfrú. Leikrit í þrem þáttum. Á kostnað höfundar. Rvík 1945.
Oskar Braaten: Kvenfólkið heftir okkur. Gamanleikur í tveimur
þáttum. Þýðandi: Kristján S. Sigurðsson. Bókaútgáfa Pálma H.
Jónssonar. Akureyri 1944.
Hér eru á ferðinni þrjú smáleikrit, sem eig'a rót sína að rekja til
þeirrar hreyfingar, sem komin er á sjónleikjahald í ungmennafélög-
um landsins. Eftir leikritunum að dæma virðist ekki vera hátt til
lofts né vitt til veggja í þeim húsum. Tveir leikirnir, sem báðir éru
tileinkaðir ungmennafélögum Islands, Hjónabandsauglýsingin og
Kvenfólkið heftir okkur, eru þolanlegir gamanleikir, en ábótavant
um málfar, einkanlega þýðingin. Þriðji leikurinn, Eg vil ekki vera
jómfrú, er kynlegur samsetningur. I aðra röndina virðist höfund-
urinn hafa góð tök á því, sem leiksviðið þarfnast fyrst og fremst,
15*