Skírnir - 01.01.1946, Side 231
Skírnh'
Ritfregnir
229
Góður rithöfundur, eins og Guðmundur Daníelsson frá Guttorms-
haga, má ekki ganga þess dulinn, að svona á ekki að skrifa leikrit.
Það má búast við því, að minni spámenn fari sínu fram, hvað sem
hver segir, en ég tek fúslega á mig óvild Guðmundar fyrir að segja
honum þetta — úr því aðrir gera það ekki — því hann getur vissu-
lega gert betur.
Fyrst koma til athugunar persónurnar í leiknum. Þær eru sjö
talsins. Spurt er: Lifa þær og' hrærast á þessurn 85 blaðsíðum eigin
lífi, samgrónar umhverfinu, knúðar til orða og athafna af önn dags-
ins? Mikið er unnið, ef þessu verður svarað játandi. Skýrar og heil-
steyptar persónur eru einkenni góðs leikrits. Skarphéðinn og Björn
í Mörk eru vitni. — Steinbirni Steinbjörnssyni, smáútgerðarmanni,
40 ára, er lýst sem dóna, en hvað segir og gerir þessi heiðursmað-
ur, svo að hann sé sjálfum sér samkvæmur? Það er sagt, að hann
misþyrmi konunni. Hann gerir það aldrei í leiknum, en vill hins
vegar einu sinni láta vel að henni á sinn hranalega hátt. Hann seg-
ist einu sinni hafa opnað sér og konunni æð, og þau drukkið hvort
annars blóð. Til hvers? Til að sýna hrottaskapinn eða kippa honum
í kyn við sævíkinga, sem höfðu konur og' börn á spjótsoddum? Mér
finnst þetta vera rómantískur útúrdúr, sem ekki á heima hjá smá-
útgerðarmanninum. Hitt minnir verulega á Hafnarstræti, að mað-
urinn er fullur í báðum þáttunum. Þetta skartmenni, sem aldrei
hefur verið stórum betri að sögn konu sinnar, hefur hún, blessað
rjómalognið, gifzt þakklátum huga vegna björgunar frá drukknun.
En lygn vötn eru djúp. Aður en fyrsti þáttur er á enda, hefur hún
tekið saman við bróður þessa dánumanns. Það er persóna af teg-
undinni, sem fyrr var nefnd, nauðþveginn túlkur höfundarins, sem
sver sig fyrir siðasakir i ætt við bróður sinn með því að lýsa yfii'
því, að hann sé ekki vitund betri — sennileg'a verri — en bróðir-
inn. Ármann þessi talar líkt og lesið sé upp úr alfræðiorðabók. Það
er bara slegið upp i honum, þegar útskýra þarf eitthvað torskilið
í fari annarra persóna leiksins:
ÁRMANN: Hugsaðu þér óvita, sem fær i hendui' leikfang, sem
er of margbrotið fyrir þroskastig hans. — Hann grunar
ágæti þess, en veit ekki, hversu njóta skuli. —- Og í óljósri
þrá sinni eftir hinu fólgna hnossi, ræðst hann á það með
handafli, og eyðileggur það um leið. — Skilurðu nú, hvað
ég á við?
En konan (Dagrún) skilur ekki vizkuna, og þá er haldið áfram:
Það er alltaf svo með þessa menn (Steinbjörn), að þeir
finna, að þá skortir eitthvað, — að eitthvað stórt og eftir-
sóknarvert liggur falið í nánd við þá, — og svo sjá þeir eitt-
hvað g'litra, — konuhár — eða gull, — og þá halda þeir, að
einmitt þstta sé það, — og reyna að grípa.