Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 232
230 Ritfregnir Skírnir
Látum þetta nú vera, en réttum 10 sekúndum síðar steypir hetj-
an stömpum:
ÁRMANN: Þú veizt ekki, hvað ég er . . . Ég vildi ekki verða
það, og ég hef reynt að sporna við því, en nú get ég það
ekki lengur . . . Dagrún, ég er ræningi . . . Komdu til mín
. . . Ég elska þig . . . (Faðmar hana að sér.)
DAGRÚN (með andvarpi) : Ó . . . Ármann . . . Ármann . . . !
(Löng þögn. Kossar.)
Geri þeir betur í Hollywood.
Nei, maður veit ekki, hvort þetta á að taka alvarlega eða í gríni,
og eftir þessu eru hinar persónurnar, að einni undanskilinni. Það
er Dóra í Byrginu, margumtöluð í leiknum og að lokum bjargvætt-
ur flóttafólksins úr húsi Steinbjörns, en kemur aldrei sjálf fram á
leiksviðinu. Hún er einasta lifandi persónan í þessu leikriti, og dæm-
ið sýnir einmitt ljóslega, hvar skilur á milli sagnaskálds og leik-
skálds. Sagnaskáldið hefur ráðrúm til að láta aukapersónur birt-
ast í útjaðri viðburðanna, og það getur leyft sér útúrdúra, beinar
og óbeinar útskýringar frá brjósti sjálfs sín um persónur sögunnar,
en leikhúsið er einskorðað við það að láta persónur sínar birtast
eins og þær eru og hafa ekki aðrar í takinu en nauðsynlegar eru
fyrir gang leiksins.
Á svipaðan hátt og Dóra í Byrginu skýtur upp kollinum í samtöl-
um fólksins á leiksviðinu, þegar leita þarf trausts og halds utan
leiksviðsins, fær áhorfandinn við og við fréttir af þvi, sem er að
gerast i heiminum þá stundina, án þess að þessum tíðindum sé hald-
ið til haga fyrir atburðina á leiksviðinu. í leikbyrjun les Steinbjörn
upphátt úr blaði. Gamalt og gott leikbragð til að beina huganum
að efni leiksins. Nei, svo gamaldags erum vér ei. Áhættuþóknun
sjómanna — um hana var greinin — kemur ekki oftar fyrir i leikn-
um, ekki einu sinni, þegar Steinbjörn er ráðinn skipstjóri á mótor-
bát. í öðru lagi er áheyranda gefið í skyn, að Steinbjörn hafi ein-
hvern tíma barnað konu vinar síns, Ægis, útgerðarmanns o. f 1., 45
ára. í sjálfu sér er það smekksatriði, að Ægir tekur þessum glósum
með jafnaðargeði og situr um færi að gjalda vini sínum í sömu
mynt, en það eru verri lamabrotin, að hann snýr þessari persónu-
legu hefnd upp í heimboð í foringjamessu setuliðsins á staðnum,
þegar hann loksins kemst í færi. En vel á minnzt: setuliðið. Það er
gullið, sem fannst i dalnum, mjólkurkýrin fyrir Víkina, puntað upp
á styrjaldarreksturinn með sjóorustu fyrir utan víkina, hresst upp
á gjaldeyrinn með þremur sjóreknum líkum, sem eru seld bróður
eins hinna föllnu. Leikritið dregur nafn af þessu réttnefnda æði —
gullæði. Til nafnfestu segir Ármann sögu af gullfundinum í Sakra-
mento-dalnum í Ameríku:
ÁRMANN: Það fréttist um allan heiminn, og það var eins og
heimurinn kipptist við. (Ákafur.) Menn komu streymandi