Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 233
Skírnir
Ritfregnir
231
úr öllum áttum, — yfir úthöfin, yfir fjallgarðana, — menn
í endalausum fylkingum, —• eins og' flóðalda, og' allir hugs-
uðu um það eitt: að komast sem fyrst í gullið, láta greipar
sópa, — og beittu rýtingi og' byssu til þess að ryðja sér
brautina.
DAGRIJN: Drottinn minn góður! — Og hvernig fór fyrir aum-
ingja fólkinu í dalnum . . . ?
ÁRMANN: Það fór verst fyrir því. Gullæðið greip það nefni-
lega lika. Smalinn hljóp frá búpeningnum, bóndinn af akr-
inum, konan úr eldhúsinu, — allir! Heimilin lögðust í auðn,
fénaðurinn týndist, jörðin fór aftur í órækt.
DAGRÚN: Og fólkið, — hvað varð um það að lokum . . . ?
ÁRMANN (tómlátlega) : Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki
enn þá að berjast um gullið.
Þetta kallar maður melódramatískan móð, sem svo lyppast nið-
ur, og set ég hér punkt eftir efninu. L. S.
Dynskógar. Rit félags islenzkra rithöfunda. Bókfellsútgáfan 1945.
Þetta er falleg bók. Hið nýja rithöfundafélag, sem klauf sig út
úr hinu eldra, hefur á skemmtilegan hátt sýnt af sér rögg með út-
gáfu þessarar bókar. Það er nýtt og ungt, sem brýzt fram á milli
lína í bókinni. Hulda kveður:
Skelfur hið gamla í dýpstu rót.
Fram brýzt hið nýja úr forlagahæðum
sem fossandi elfur og dunandi fljót.
Hér er ef til vill fólgið bókarnafn og tilgangur. Kristmann Guð-
mundsson skrifar geðfellt ævintýr um litla stúlku, góð tilbreyting
frá sögunni um óreynda ung'linginn og reyndu konuna, og hann
finnur, að hjarta hans er hreint og' ungt, og hann lofar að skrifa
aðra sögu, sem er miklu fallegri. Svona á þetta að vera. Skaði er
það, að prentvillupúkinn hefur endilega þurft að skjóta sörnu lín-
unni tvisvar inn í ræðu Davíðs Stefánssonar við setningu Lista-
mannaþings 1945. En setninguna má lesa í málið og' er þá ræðan
öll hin skörulegasta. Jakob Thorarensen er einstakur. Á gamals
aldri, þegar menn annars lita hornauga æskubrek sin og ástarævin-
týri, tekst hann allur á loft og lætur fjúka i kviðlingum og sögum,
sem kitla líkt og sunnanblær á vordegi. Jakob stingur ungu skáld-
unum, sem þarna eiga sögur, langt aftur fyrir sig, enda taka þau
sjálí sig' full-hátiðlega. Hagalín á þarna sögu, eins og' vænta mátti,
og eins konar eftirmála bókarinnar, ritgerðina „Andlegt frelsi“.
Það eru orð í tíma töluð, því að aldrei verður andlegu frelsi gert
nógu hátt undir höfði. En á þessum stað i bókinni er sem greinin
felli skugga á andlegt frelsi hinna átján virðulegu höfunda, áður
en þeir komu frá sér bókinni, og' er það ómaklegt, bæði fyrir þá og'
bókina, sem er eins og ég hef áður sagt falleg bók. L. S.