Skírnir - 01.01.1946, Síða 234
232 Ritfregnir Skírnir
BlacSamannabókin. Ritstjóri Vilh.j. S. Vilhjálmsson. Bókfellsút-
gáfan 1946.
Ef ég ætti að kjósa mér grein úr þessu safni, mundi ég fyrst
kjósa ritdóm Páls Steingrímssonar um merkilega bók: Islenzka
menning eftir Sigurð Nordal. Hann er ýtarlegur, glöggur og á fögru
máli. Næst mundi ég kjósa Utanfararþátt eftir Ola-f Friðriksson
fyrir létta frásögn og fjöruga, lipran og þægilegan stíl, sem er Olafi
laginn. Þá mundi ég kjósa frásögn Arna Óla um strand Pourquoi-
pas: Einn komst af, nokkuð þung á bárunni, en áreiðanleg og greina-
góð. Síðan niundi ég kjósa V. S. V.-pistilinn um Ketilbjörn á
Knerri, hann er fullur af kerskni og háði, en undir niðri er mann-
inum alvara. Svo mundi ég ekki kjósa lengur. Hitt las ég mér til
ánægju og dægrastyttingar eins og blöðin. Því miður er óþægileg-t
blaðamannsmark á bókinni. Hún er sneisafull af prentvillum, og er
það illa farið, þar sem vandað hefur verið til frágangs hennar að
öðru leyti og bókin hin eigulegasta. L. S.
Candide eftir Voltaire í þýðingu H. K. L.
Voltaire hefur verið kallaður mestur blaðamaður sinnar tiðar
og ef til vill allra tíma. Atjánda öldin hefur stundum verið nefnd
eftir honum. Annar tugur þeirrar aldar var ekki hálfur, þegar hann
var orðinn kunnur, þá um tvítugt, og síðan varð aldrei hljótt um
hann, en þegar hann dó, lifði aðeins fjórðungur aldarinnar, og stutt
var þá til byltingarinnar miklu. Fáir, ef einhverjir, hafa ritað önn-
ur eins firn og þessi franski maður um allt milli himins og jarðar.
Hann var sagnfræðingur og leikritaskáld. Hann setti saman skáld-
sögur og fjallaði um vísindi og heimspeki, og svo var penninn alltaf
á lofti, þegar honum fannst eitthvað bregða út af í stjórnháttum,
réttarfari, mannúð, mannviti, eða hvað það nú var, en það kom
ósjaldan fyrir.
Arið 1758 höfðu þeir heimspekingarnir, Pope og Leibniz, og þó
einkum lærisveinar Leibnizs, vakið slíka gremju hjá Voltaire með
hinum bjartsýnu kenningum sínum um ágæti mannheima, að hon-
um fannst hann mega til að hirta þá dálítið. Þá skrifaði hann Can-
dide. Fræðimönnum kemur saman um, að Voltaire hafi ski’ifað
Candide einhvern tíma á síðara hluta árs 1758. Margir telja senni-
legt, að hann hafi hripað hann upp á nokkrum dögum í júlímánuði.
En það skiptir nú litlu máli. Candide er nafn söguhetjunnar, senx
er piltungur, gagnfrómur, en iendir samt, ásamt ýmsu öðru heið-
ui’sfólki, i furðulegustu ævintýrum og ratar í ægilegustu i-aunir
fyrir tilverknað vondra manna og þeiri'a blindu afla, sem veröld-
inni stýra. Þessa sögu hefur nú H. K. L. viljað gefa Islendingum
með því að snúa henni á íslenzkt mál.
Candide kalla Frakkar þann, sem er barnslega einfaldur eða því
urn líkt. Það er komið af latneska orðinu candidus, sem þýðir