Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 238
236
Ritfregnir
Skírnir
Loks lendir hann í deilum við sveitunga sína. Tilefnið var lítið, en
úfarnir uxu, unz síra Jón ákveður að sækja burt, þótt ekki hafi
hann ætlað sér það. Árið 1778 losna Kleifaþing. Sira Jón fær þau
og flyzt að Prestbakka á Síðu. Hann stóð þá á fimmtugu, og í öll-
um kennidómi íslands hygg ég, að ekki hafi verið annar maður
betur fallinn en hann til þess að takast á hendur það hlutverk, sem
beið klerksins á Prestbakka og prófastsins í Skaftafellssýslu. Næstu
5 árin kynnist hann söfnuðum sínum og þeir honum. Svo dynur
ógæfan yfir, Skaftáreldar og Móðuharðindin. Þá breytist þessi frið-
sami búandklerkur í hetju og mikilmenni, sem síðan rís í rökkri
sögunnar við rauða glóð og svartan öskusand hins ægilega elds.
Allt kemst á ringulreið. Orbirgð, drepsóttir og dauði sækja hvar-
vetna að. Flestir æðrast og örvænta nema síra Jón. Hann treystir
á miskunn drottins og þar næst á heilbrigða skynsemi. Hann læknar
hina sjúku, huggar hina hrelldu, miðlar hinum snauðu, grefur hina
dauðu og sparar sig aldrei, hvernig sem á stendur, „þvi mitt sigt
var ei annað“, segir hann, ,,en standa vel á mínum pósti, með trú
og dyggð fyrir guði, hvernig sem veröldin léki mig út. Sá ég nú af
öllu, að guð hafði útvalið mig og' ráðstafað mér hingað, að þéna
hér hans kristni.“ Slíkt mæla ekki smámenni. En hart var að klerki
kveðið. Á rúmu ári varð hann öreigi, missti konu sína, heilsuna og
jafnvel mannorðið með. Því að hann hafði tekið sér sjálfsvald yfir
fé, sem sent var með honum til bjargar i eldsveitunum, og útbýtti
nokkrum hluta þess meðal sveitunga sinna, sem leituðu til hans í
ýtrustu neyð. Enginn véfengdi þörf þessa fólks né rétt, en yfir-
völdin létu sér ekki farast stórmannlegar en svo, að þau þykktust
við og komu hálfgildings þjófsorði á síra Jón, svo að hann varð að
biðja opinberlega afsökunar á þessu mannúðar- og miskunnarverki.
Vinirnir, sem áður hlógu við eyrum honum, brugðust nú flestir
nema sóknarbörnin, sem hann hafði læknað, hughreyst og haldið
við byggð og bú. Magnús varalögmaður frá Svefneyjum brást ekki
heldur. Svo skal manninn reyna. En nú var hlutverkinu lokið. Eftir
þetta lifði síra Jón nokkur ár heilsulaus og ellimóður fyrir aldur
fram. Hann andaðist að Presthakka árið 1791.
Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar er mikil örlagasaga, merkilegt
„documentum humanum“, þó að höfundurinn geri sér þess ekki
grein. Hún lýsir því, hvernig atvikin léku með hinn mikilhæfa prest,
likt og peð á taflborði. og skákuðu honum fram á móti ógnum nátt-
úrunnar. Þar sigrar sál hans, þótt líkaminn deyi.
Síra Jón reit ævisöguna fyrir börn sín og afkomendur, en hún á
raunar erindi til allra Islendinga. Kenning hans er sú, að drottinn
umbuni fyrir öll þau verk, sem vel eru unnin og af góðum huga, en
vitji misgerðanna þegar í lifanda lífi sem sá vandláti guð, er hann
var börnum hinnar 18. aldar. Frásögnin kemur víða niður og er
jafnan hispurslaus. Af henni kynnumst vér mörgum mönnum og