Skírnir - 01.01.1946, Síða 240
238
Ritfregnir
Skírnir
íslands 100 eintök af bókinni til útbýtingar hér, og' mun það hafa
verið ætlun þeirra, eftir því sem þeir hafa tjáð mér, að þessi eintök
yrðu látin ganga til einstaklinga þeirra og' stofnana, er mest þættu
þurfa bókarinnar með. Þetta val virðist þó hafa vafizt fyrir ríkis-
stjórn vorri á annað ár, hvað sem veldur, en nú fyrir jólin var
bókin send ýmsum ríkisstofnunum sem gjöf frá ríkisstjórninni.
Engir einstakir menn munu þó hafa fengið hana, að minnsta kosti
ekki þeir Steinþór Sigurðsson og' Agúst Böðvarsson, sem lengi unnu
að mælingunum, einir íslenzkra manna. Bókin er fyrir löngu upp-
seld, og mun hún ekki vei'Sa gefin út aftur. Bókhlöðuverð var
ki'. 100.00 danskar, en hér hefur hún verið seld fyrir margfalt það
verð, og mun þó væntanlega verða enn dýrari, er timar liða.
Um bókina sjálfa er það að segja, að hún er öndvegisrit, tví-
mælalaust eitt hið merkasta, sem út hefur komið um Island, og
vandað um allt nema meðferð á íslenzkum örnefnum. Hún er í
arkarbroti stóru, bundin í sterklegt, óbrotið og þó snoturt band,
þung og verkleg á alla lund. Að efni til skiptist hún i þrennt. Fyrst
eru 106 bls. lesmál, þá 74 opnur með gömlum uppdráttum af land-
inu og síðast 95 opnur aneð uppdráttum landmælingastofnunar-
innar dönsku (Geodætisk Institut).
í lesmálinu rekur höfundurinn, Nörlund prófessor, sem er og
verið hefur um langt skeið forstöðumaður landmælingastofnunai'-
innar, sögu landmælinga hér og uppdrátta af landinu frá öndverðu.
Er þar saman dreginn geysimikill fróðleikur úr ógrynni heimilda,
enda virðist efnið unnið mjög svo til hlítar. Framsetningin er skýr
og föst, svo að hvergi skeikar. Efninu er skipt í kafla. Segir þar
fyrst frá Claudiusi Clavusi og kortagerð hans á 15. öld og annarra,
allt til Jacobs Zieglers. Næsti kafli fjallar um Olaus Magnus, en
uppdrættir hans af Norðurlöndum þóttu merkileg nýjung á sínum
tíma. Þá seg'ir frá Dieppeskólanum, uppdráttum Gerhards Merca-
tors og annarra, allt til Martines’s. Næst koma íslendingar til skjal-
anna, Guðbrandur biskup Þorláksson og Sigurður Stefánsson. Guð-
brandur mældi hér hnattstöðu fyrstur manna, sem kunnugt er, og"
gerði eða lét gera uppdrátt af landinu. Mun hann hafa þekkt Tvcho
Brahe og notið ráða hans. Sigurður Stefánsson endurbætti upp-
drætti Guðbrands. Hefur hann bersýnilega verið efni í rnikinn
fræðimann, en andaðist kornungur. Uppdrættir þeirra Guðbrands
voru mikil endurbót frá því, sem áður var. Næst segir frá upp-
dráttargerð á fyrri hluta 17. aldar og síðan Jóhannesi Mejer, er
gerði níu uppdrætti af íslandi. Næsti kafli fjallar um Þórð biskup
Þorláksson, en uppdrættir hans eru einkurn merkir fyrir það, að
nöfn eru þar mörg og yfirleitt rétt, eins og vænta má. Þá keniur
langur kafli um 18. öldina. Segir þar fyrst frá uppdrætti P. Rabens,
en síðan mælingu Magnúsar Arasonar og T. H. Knoffs, er stóð yfir
13 sumui'. En að henni lokinni voru gerðir 13 uppdrættir af