Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 241
Skíinii'
Ritfregnir
239
sýslum landsins. Siðar í þessum kafla er svo lýst sjó- og strandmæl-
ingum Minors, sem stundum eru nefndar strandmælingarnar fyrri.
Þá kemur kafli um strandmælingar á árunum 1801-1819, sem oft
eru kenndar við Frisak og Scheel, en stundum nefndar síðari strand-
mælingarnar. Þá var lagt samfellt þríhyrninganet yfir allar strend-
ur Islands, svo að lögun landsins varð rétt eftir það. Síðan voru
gerðir uppdrættir af ströndinni, en þeir náðu ekki nema skammt
inn í landið, og kom það nú í hlut Björns Gunnlaugssonar að mæla
allt, sem eftir var. Var það vitanlega alger ofætlun einum manni.
Þó tókst Birni Gunnlaugssyni það furðanlega, sem kunnugt er.
Segir nú frá mælingu hans i næsta kafla bókarinnar, og lýkur höf-
undurinn miklu lofsorði á Björn. Þá er næst kafli um Þorvald Thor-
oddsen. Virðist mér höfundurinn naumast meta uppdrátt hans að
verðugu, því að vissulega var hann mikil endurbót frá því, sem
áður var, einkum um hálendið. Eftir þetta kemur sjálf skýrslan um
mælingar Dana hér á þessari öld, og má telja hina fyrri kafla nauð-
synlega greinargerð fyrir þeim grundvelli, sem þessar mælingar
hvíla á. Segir höfundurinn nú fyrst frá mælingum herforingjaráðs-
ins á árunum 1900—1920, aðdraganda þeirra og undirbúningi, tækj-
um og aðferðum, mælingamönnum og ferðalögum. Af ýmsum ástæð-
um féllu mælingarnar niður á árunum 1920—1930, en þá tók land-
mælingastofnunin þær að sér og hélt þeim síðan áfram, unz lokið
var árið 1944. I þessum kafla er mælingunum lýst likt og í hinum
fyn'i, en auk þess segir þar frá mælingum úr lofti, er teknar voru
upp árið 1937, og eru þar prentaðar nokkrar flugmyndir, er not-
aðar voru við mælingarnar. Loks segir í þessum kafla frá árangri
mælinganna, uppdráttunum, en þeir eru: 1) 87 atlasblöð svonefnd
eftir mælikvarðanum 1: 100000, 2) 117 fjórðungsblöð 1:50000 og
auk þess eitt blað með sama mælikvarða af Mývatnssveit. Þá hafa
verið gerðir 443 sérstakir uppdrættir af kauptúnum, kirkjustöðum og
sveitabæjum. Enn fremur hafa verið gerðir og gefnir út þessir yfir-
iitsuppdrættir: 9 blöð 1:250000 og hið 10. af Suðvesturlandi, er
kom út löngu fyrr en hin, og loks 4 veggkort í 1: 350000, 1: 500000,
1: 750000 og 1: 1000000. í næsta kafla er skrá um alla mælistaði, 1667
að tölu, ásamt lýsingu þeirra, legu og hæð yfir sjó. Er þessi kafli
mjög mikils verður fyrir alla þá, sem mæla landið framvegis eða
rannsaka. Siðasti lesmálskaflinn er frásögn um hina eldri upp-
drætti af landinu, sem prentaðir eru í bókinni, og loks skrá um
mannanöfn i lesmálskaflanum.
í 2. kafla bókarinnar eru prentaðir gamlir uppdrættir af íslandi
á 74 opnum, en til þeirra er jafnan vísað í lesmálskaflanum. Þess
er vitanlega enginn kostur að lýsa þessum uppdráttum, en þess skal
þó getið, að hér eru sarnan komnir á einn stað flestir uppdrættir,
er gerðir hafa verið af landinu, og er það vitanlega mjög mikill
fengur. Mér er kunnugt um 5 eða 6 gamla uppdrætti, sem ekki eru