Skírnir - 01.01.1946, Page 242
240
Ritfregnir
Skírnir
í bókinni, og sakna ég þeirra raunar, þó ekki séu þeir allir næsta
merkilegir. Meðal þeirra eru tveir uppdrættir eftir Sæmund Hólrn
af Vestur-Skaftafellssýslu.1) Uppdráttur Þorvalds Thoroddsens er
ekki heldur í bókinni. Vel má vera, að fleiri vanti, en mig skortir
kunnugleika til þess að dæma um það. Ymsir þessara uppdrátta
hafa áður verið ókunnir, en aðrir óprentaðir, t. d. hinir merkilegu
sýsluuppdrættir Magnúsar Arasonar og Knoffs. Er auðsætt, að höf-
undurinn hefur kannað söfn víðs vegar og lagt mikla alúð í leitina,
enda orðið mikið ágengt. Margir hinna fornu uppdrátta eru mjög
fagrir, þó að ekki séu þeir nákvæmir eftir nútímakröfum. En fróð-
legt er að sjá, hvernig lögun landsins og mynd mótast hægt og hægt
frá hinni ófullkomnu ,,Fixlanda“gerð til þess, er hún verður eftir
strandmælingarnar í upphafi 18. aldar. Samfelld er þessi þróun
ekki, einkum framan af, en sækir þó stöðugt í áttina.
Að síðustu koma svo hinir nýju uppdrættir herforingjaráðsins
og landmælingastofnunarinnar á 95 opnum, fyrst ýmis sérkort á
8 opnum, en síðan uppdrættirnir 1:100000 allir, 87 opnur. Loks
er svo uppdrátturinn 1:1000000. Hins vegar eru hvorki prentuð
þarna fjórðungsblöðin né yfirlitsuppdrættirnir.
Með útgáfu þessarar bókar mun lokið mælingum og uppdráttar-
gerð Dana hér á landi. Það starf hefur verið unnið af mikilli alúð
og miklum áhuga. Mjög margir þeirra manna, sem þar hafa að unn-
ið, hafa bundizt landi voru og þjóð traustum böndum, meðal þeirra
má nefna P. F. Jensen oberstlöjtnant, sem kalla má, að ætti annað
heimili hér, og höfund þessarar bókar, N. E. Nörlund prófessor, en
hann hefur frá öndverðu látið sér mjög annt um þessa starfsemi
stofnunar sinnar og varið til hennar miklum tíma frá öðrum mikil-
vægum vísindastörfum. Þessum mönnum er það fyrst og fremst að
þakka, að vér íslendingar eigum nú betri uppdrætti af landi voru
en ýmsar-aðrar þjóðir, þó stærri séu.
Það hlýtur að vekja furðu, að slíkt verk sem þetta varð af hönd-
um leyst í Danmörku síðast á hernámsárunum, og má nærri geta,
hvílíka erfiðleika hafi af því leitt að eiga þýzka njósnara sífellt
yfir höfði sér, meðan að því var unnið. Kunnugt er, að vegna her-
námsins var verkinu hraðað sem mest mátti. Til þess mun vafa-
laust mega rekja þær misfellur, sem á bókinni eru um meðferð
islenzkra orða, en að þeim kveður nokkuð, einkum í hinum síðustu
uppdráttum, sem íslenzkir menn virðast ekki hafa yfirfarið. Nokkr-
ai' aðrar skekkjur eru á þessum uppdráttum, sem munu stafa af
hinu sama og þurfa leiðréttingar við síðar meir. Þetta er að vísu
til lýta, en haggar þó ekki hinu, að bókin er stórvirki. Hún er fulln-
aðarskilagrein danskra landmælingastofnana um langt og merki-
1) Sjá Árbók Fornleifafél. 1940 (þar aðeins prentaðir partai'
af kortunum).