Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 243
Skírnir
Ritfregnir
241
legt starf á landi hér og mun vafalaust lengi verða hin fullkomn-
asta heimild um allt, er lýtur að mælingu lands vors og uppdráttum
af því. Hún er kjörgripur, sem löngum mun skipa sess meðal hins
merkasta, sem ritað hefur verið um land vort. Og hún er „bróður-
legt orð“ danskrar fræðimennsku til íslenzkrar. Því er hún vissu-
lega verð þeirra viðurkenninga, sem Islendingar geta beztar í té
látið. Pálmi Hannesson.
Alan S. C. Ross: The Terefinnas and Beormas of Ohthere. Leeds
1940. [Leeds School of English Language, Texts and Mono-
graphs. 7.]
Margir Islendingar munu kannast við Bjarma og Bjarmalands-
ferðir, sem þeir lásu um í æsku í fornsögunum; þessi austurvegs-
þjóð mun standa fyrir hugarsýn þeirra í kynlegum ævintýrabjarma.
Hinn enski lærdómsmaður próf, Alan S. C. Ross hefur i bók þessari
reynt að draga saman alla vitnisburði fornra heimilda um þessa
þjóð og ákveða síðan af hvaða kynþætti þeir hafi verið. Elzta heim-
ildin er frásögn Ottars (Ohthere) nokkurs af Hálogalandi, sem
sagði Elfráði hinum rika Englakonungi frá rannsóknarferð sinni
norður og' austur með landi. Hann komst inn í Hvítahaf. Nefnir
hann þjóð eina Terfinna, og má telja sannað, að það hafi verið
Lappar á Kolaskaganum. Þá getur Ottar um á eina, og handan
hennar var ræktað land, sem Bjarmar byggðu. Telur höf., að Ottar
hafi komizt í Gandvík (Kandalaks), og hafi Bjarmar þessir verið
af stofni Kirjála. A norrænum heimildum má sjá, að Bjarmar hafi
búið við ána Vínu (Dvínu) ; hyggur höf. mega vera, að það hafi
einnig' verið fólk af stofni Kirjála. Telur hann þessi tvö Bjarmalönd
koma heim við ýmsar heimildir, sem tala um tvenna Bjarma og
Bjarmaland hið héðara og handara (Biarmia citerior og ulterior).
f formála segir höf., að hann hafi ekki átt kost á að nota rúss-
neskar heimildir og rit um þetta efni, og er það miður farið, því að
Perm’ (sem talið er s. s. Bjarmar) er á rússnesku haft um land-
svæði á Kolaskaga, en þar að auk um tvö landsvæði austur á Rúss-
landi: Forna Perm’ við ána Vychegda (sem rennur í Vínu) og Stóra
Perm’ í Kamahéraðinu; á báðum stöðum býr sú þjóð, sem Komi
heita. í rauninni virðist ekki ráðin gátan um Bjarma, fyrr en skýrt
er, hvernig stendur á nafni þeirra svo langt austur frá, en höf.,
sem virðist einstaklega málfróður, er manna vísastur til að gefa
með tímanum yfirlit á vestrænu máli um hinar rússnesku heimildir
um Perm’ og hvað af þeim megi ráða.
Norðurlandabúar hinir fornu fóru viða um lönd, og oft er getið
fjarlægra þjóða eða staða svo sem í einni heimild eða fáum, án
þess mikið fari fyrir því. Bjarmar hafa aftur á móti sýnilega orkað
á ímyndunarafl Noiðurlandabúa. Sérstaklega kveður mikið að þeim
í fornaldarsögunum. Eldri heimildir sýna, að þessi fjarlæga þjóð
16