Skírnir - 01.01.1946, Síða 245
Skýrslui’ og reikningar
Bókmenntafclagsins árið 1945
Bókaútgáfa.
Arið 1945 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau þeir félagsmenn,
sem greiddu hið ákveðna árstillag til íélagsins, 25 krónur:
Skírnir, 119. árgangur............................. kr. 40,00
Jón Sigurðsson, foringinn mikli. Samið hefir Páll
Eggert Ólason. Fyrri hluti.......................— 50,00
Samtals ...... kr. 90,00
Enn fremur gaf félagið lít:
íslenzkt fornbréfasafn, XIV., 2., og var það sent áskriföndum
Fornbréfasafnsins. Bókhlöðuverð 45 kr.
Aðalfundur 194S
var haldinn 23. nóv., ld. 5, í 1. kennslustofu Háskólans.
Forseti setti fundinn og stakk upp á Guðmundi Hlíðdal, póst- og
síma-málastjóra, sem fundarstjóra, og var hann kjörinn með lófa-
taki.
1. Forseti skýrði frá, hverjir félagar hefðu látizt síðan síðasti
aðalfundur var haldinn, en þeir voru þessir:
Ásgeir Jónasson, skipstjóri, Reykjavík.
Einar Þorkelsson, rithöfundur, Reykjavík.
Guðmundur Hannesson, prófessor, Reykjavík; heiðursfélagi.
Gunnlaugur Þorsteinsson, læknir, Þingeyri.
Hákon Finnsson, bóndi, Borgum.
Joannes Paturson, kóngsbóndi, Kirkjubæ á Færeyjum.
Jóhannes Reykdal, verksmiðjueigandi, Þórsbergi.
Jón Jónsson frá Gautlöndum, Reykjavík.
Jón Pálsson, fyrrverandi bankagjaldkeri, Reykjavík.
Jón Sigurðsson, kaupfélagsstjóri, Djúpavogi.
Laufey Valdemarsdóttir, cand. phil., Reykjavik.
Pétur Zophóníasson, ættfræðingur, Reykjavík.
Sigurður Antóníusson, Múla í Geithellnahreppi.
16*