Skírnir - 01.01.1946, Page 246
ir
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Sigurður Magnússon, prófessor, Reykjavík.
Sigurður Sigtryggsson, rektor, Kaupmannahöfn.
Sigurður Þorsteinsson, heildsali, Reykjavík.
Sveinbjörn Johnson, prófessor, Champaign.
Sveinn Árnason, National City, Californíu.
Þórður Sveinsson, prófessor, Reykjavík.
Enn fremur hefir síðan á síðasta aðalfundi spurzt fráfall nokk-
urra fleiri félagsmanna erlendis, er látizt hafa á síðustu árum, og
eru þeir þessir:
v. Hamel, A. G., prófessor, dr. phih, Utrecht; heiðursfélagi.
Hammerich, M., málaflutningsmaður, Tönder.
Heydenreich, W., prófessor, dr. phih, Eisenaeh.
Indreböe, Gustav, prófessor, Björgvin.
Meissner, Rud., prófessor, dr. phil., Bonn; heiðursfélagi.
Monschein, Hans, dr. jur., Sektionsschef, Wien.
Neckel, Gustaf, prófessor, dr. phil., Berlín; heiðursfélagi.
Pipping, Hugo, prófessor, dr. phil., Helsingjafossi; heiðursfélagi.
Prinz, Reinhard, dr. phih, Plön.
v. Schwerin, Claudius, fríherra, prófessor, dr. phil., Múnchen;
heiðursfélagi..
Risu fundarmenn úr sætum og minntust hinna látnu félags-
manna.
Þá gat forseti þess, að á sama tíma hefðu verið skráðir 50 nýir
félagsmenn.
2. Forseti las því næst upp rekstrarreikning og efnahagsreikn-
ing félagsins. Voru þeir samþykktir. Enn fremur las forseti upp
reikning yfir sjóð Margr. Lehmann-Filhés og afmælissjóð félagsins.
Höfðu allir reikningarnir verið endurskoðaðir án athugasemda.
3. Þá skýrði forseti frá úrslitum kosninga: Forseti var kosinn
til næstu 2 ára Matthías Þórðarson með 188 atkvæðum og varafor-
seti Sigurður Nordal með 176 atkvæðum. Fulltrúar til næstu 6 ára
voru kosnir: Ólafur Lárusson, prófessor, með 191 atkv. og Alex-
ander Jóhannesson, prófessor, með 163 atkv. Greidd höfðu verið
211 atkv.
4. Þá voru endurskoðendur endurkjörnir, þeir Jón Ásbjörns-
son, hæstaréttardómari, og Brynjólfur Stefánsson, forstjóri, með
öllum atkvæðum.
5. Þá gerði Halldór Stefánsson, fv. forstjóri, fyrirspurn um
bókaútgáfu félagsins. Forseti gat um tafir þær, er hefðu orðið á
prentun bóka félagsins fyrir 1945 og.skýrði síðan frá því, að bæk-
ur félagsins fyrir 1946 væru í prentun, en þær væru, auk Skírnis,
síðari hluti af riti drs. Páls Eggerts Ólasonar um Jón Sigurðsson
og eitt hefti Annála 1400-1800 (IV. b., 5. h.). Enn fremur ræddi
hann um útgáfu rita félagsins fyrir 1947 og gat þess, að í ráði væi'i
að gefa þá út ferðaminningar Tómasar Sæmundssonar auk Skírnis