Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 48
42
GUÐBERGUR BERGSSON
SKÍRNIR
Ef við tökum eitthvert mark á því sem ég hef sagt, þótt það kunni
að vera svipuð markleysa og lífið ef við gefum því ekki gildi í sér-
hverri athöfn okkar, þá eru allar bókmenntir, lífið og listirnar
sprottnar af einhverri tegund af ásthneigð. Það sama er að segja um
orð tungunnar og hugsanir líkamans, enda vona ég að orð mín og
hugsun eigi eftir að leita á huga ykkar með frjóvgandi eða örvandi
áhrifum, en þau falli ekki í grýtta jörð eins og sæði Onans. Þótt
annað kunni að verða mun ég aldrei telja það öðrum til syndar,
vegna þess að ég lít ekki á mig sem andlegan guð nokkurs manns.
Bókmenntirnar eru sprottnar af og vinsaðar úr því kynlega og
látlausa, kveljandi innra muldri, moði eða þeim þögula malanda
sem kraumar látlaust í sál og huga manna og kvenna sem við köll-
um t. d. rithöfunda og ljóðskáld. Það er vegna þess að skáldskapur-
inn og hugsunin, þótt göfug kunni að vera talin, eiga uppruna að
rekja til þess grugguga, botnlausa, formlausa og friðlausa kraums
sem eirir ekki rithöfundinum, hvorki í vöku né svefni. En smám
saman og ennþá með óskiljanlegum hætti rís upp þörfin fyrir
skipulag og úrvinnslu, þrengingu, gegn gnótt og formleysi og beitir
þau valdi með einhverri tegund af vitsmunum og vilja. Þess vegna
eru listamenn öðru fremur menn sem vinna við það að skipuleggja
og þrengja svið skynjunar sinnar, kannski í því augnamiði að við
það víkki skynjunarsvið annarra, ef verk þeirra hafa þá nokkurn
tilgang annan en þann að vera aðeins afleiðing óljósrar athafnar. En
þörfin fyrir að þrengja taumlaust tuldrið dugar skammt, vegna þess
að því meira sem hnoðað er úr óskapnaðinum í listaverk eykst
kraumandi formleysan sem eftir er í huganum, sú tuldrandi kvöl
sem listamaðurinn er aðeins leystur frá við líkamlegan dauða. Um
leið deyr marghöfða risinn í höfði hans, sá sem er hálshöggvinn ár-
angurslaust í ævintýrinu, sem er táknsaga um það hvernig skáldið
skáldar með eggvopni vitsins.
Þótt allt sé tautið sama eðlis og aðeins stigsmunur á því, hvað við
teljum vera æðri og lægri list, leyfi ég mér að sundurgreina það
lauslega okkur til hagræðis, vegna þess að sú tilraun er samkvæm
eðli þess fáránleika sem einkennir mann með viti. Ein tegund af
honum er sú, að ætla sér að fjalla um ásthneigð í bókmenntum hjá
þjóð, þar sem t. a. m. samfarir í grófum dráttum eða fínum komust
ekki á prent fyrr en fyrir tveimur áratugum eða svo. Fram að því,