Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 191
SKIRNIR
VÖRN FYRIR HREPPA
185
Sauðárkrókskaupstaður skv. lögum nr. 57, 24. maí 1947, sem
öðluðust þegar gildi, en voru birt 5. júní 1947. Skyldi ráðherra gera
ráðstafanir til að þau kæmu þegar til framkvæmda. Var áður í Sauð-
árkrókshreppi, sem hafði til orðið þegar Sauðárhreppi var skipt í
Sauðárkrókshrepp og Skarðshrepp með stjórnarráðsbréfi nr. 39,
dags. 19. apríl 1907.
Keflavíkurkaupstaður skv. lögum nr. 17, 22. marz 1949, sem
öðluðust þegar gildi, en voru birt 8. apríl 1949. Skyldi ráðherra gera
ráðstafanir til að þau kæmu þegar til framkvæmda. Var áður í
Keflavíkurhreppi sem varð til við það að jörðin Keflavík (þar sem
Keflavíkurkauptún var) í Rosmhvalaneshreppi var sameinuð
Njarðvíkurhreppi með stjórnarráðsbréfi nr. 65, dags. 15. júní 1908.
Húsavíkurkaupstaður skv. lögum nr. 109, 30. desember 1949, sem
öðluðust þegar gildi, en voru birt 30. desember 1949. Skyldi ráð-
herra gera ráðstafanir til að þau kæmu þegar til framkvæmda. Var
áður í Húsavíkurhreppi sem varð til þegar Húsavíkurhreppi var
skipt í Húsavíkurhrepp og Tjörneshrepp með stjórnarráðsbréfi nr.
72, dags. 4. júní 1912.
Kópavogskaupstaður skv. lögum nr. 30, 11. maí 1955, sem öðluð-
ust þegar gildi, en voru birt 23. maí 1955. Skyldi ráðherra gera ráð-
stafanir til að þau kæmu þegar til framkvæmda. Var áður í Kópa-
vogshreppi. Hafði Seltjarnarneshreppi verið skipt árið 1948 í
Kópavogshrepp og Seltjarnarneshrepp með bréfi félagsmálaráðu-
neytis nr. 161, dags. 10. desember 1948.
Seltjarnarneskaupstaður skv. lögum nr. 16, 9. apríl 1974, sem
öðluðust þegar gildi og voru birt 9. apríl 1974. Var áður Seltjarnar-
neshreppur.
Bolungarvíkurkaupstaður skv. lögum nr. 17, 10. apríl 1974, sem
öðluðust þegar gildi, en voru birt 20. apríl 1974. Var áður Hóls-
hreppur.
Grindvíkurkaupstaður skv. lögum nr. 18, 10. apríl 1974, sem
öðluðust þegar gildi, en voru birt 20. apríl 1974. Var áður Grinda-
víkurhreppur.