Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 92
86
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
í frásögnum íslendinga sögu ber mikið á þörf fyrir blessun vígðs
manns áður en skilið er við lífsins táradal. Oftast nær fengu menn
tækifæri til að iðrast og fá blessun prests, eða þeir sýndu iðrun sína
með bænum og krossmarki, áður en dauðinn kallaði; hvort sem var
í bardögum eða á öðrum vettvangi.
Það er athyglisvert að höfðingjar, sem ekki hafa sýnt sérstaka
trúhneigð, eru allt í einu umvafðir trúarljóma þegar dauðinn
nálgast. Sturla Þórðarson leggur vísvitandi áherslu á guðrækni
þeirra manna, sem ekki höfðu sýnt nein sérstök merki um sterkt
trúarlíf, eða höfðu jafnvel beinlínis ráðist gegn biskupum, eins og
t. d. Oddur Þórarinsson og Sturla Sighvatsson. Þeir höfðu drýgt
glæp gagnvart kirkjunni, en kirkjufeður á miðöldum gerðu skýran
greinarmun á hvort bardagi væri háður af réttmætri ástæðu eða
ekki.48 En hin guðrækilega lýsing Sturlu sýnir þá báða í sátt við trú
sína og guð sinn þegar þeir skilja við.
Lýsing höfundar á Sturlu Sighvatssyni breytist sólarhringinn
fyrir Örlygsstaðabardaga, þar sem Sturla fellur fyrir vopnum Giss-
urar. Það er bersýnilega ákvörðun höfundarins að milda myndina
af Sturlu sem ófriðarmanni. Hann hræðist örlög sín og drauminn
um krossinn, er hægt að túlka sem drottinsdóm yfir ásælni hans í
metorð og völd (422). Þessi lýsing á Sturlu á sér einungis hliðstæðu
í iðrun hans, eftir árás hans og föður hans á Guðmund biskup
(290-3), suður í Róm, þar sem allir Rómarbúar tóku þátt í kvölum
hans (364). Það er þó jafnvel torvelt fyrir svo snjallan sagnaritara
sem Sturlu Þórðarson að samræma frásögn sína af hinum djarfa og
metnaðarfulla frænda sínum þessari auðmjúku mynd af Sturlu. I
bardaganum berst Sturla ákaflega og undir lok orrahríðarinnar
heggur Koðrán Svarthöfðason til hans. Sturla segir: „„Ertu þar
enn, fjandinn?“ Koðrán svarar: „Hvar væri hans meiri ván?““
(435). Það er hugsanlegt að Koðrán spái Sturlu með þessu tilsvari
gististað í helvíti.49
Lýsingin á Svínfellingnum Oddi Þórarinssyni breytist á svipað-
an hátt stuttu fyrir fall hans. Hann er hatrammur maður, sem
ræðst, eins og Sturla, að yfirmanni kirkjunnar, þegar hann tekur
Heinrek biskup höndum árið 1254. Er sá verknaður kallaður „ill-
tíðindi“ (507-8). Nokkrum mánuðum síðar er honum lýst sem