Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 104
98
GEORG BRANDES
SKIRNIR
átjándu aldarinnar er sterkur þáttur í öllum bókmenntahræringum
vorum frá upphafi þessarar aldar. Það finnst í ljóðlist Oehlen-
schlágers, í prédikunum Grundtvigs, í ræðum Mynsters og kvæð-
um Ingemanns. Slík andspyrna var réttmæt og eðlileg, en það er
óréttmætt og óeðlilegt að þessi andspyrna sé hér enn við lýði, löngu
eftir að hún er að þrotum komin og búið er að vinna bug á henni
annars staðar.
Menn mega ekki skilja mig þannig að ég telji andspyrnu af þessu
tagi afturkipp í sjálfu sér. Langt í frá! Þvert á móti! Osvikin og heil-
steypt andspyrna, sem tekur það nýja til gagngerrar endurskoðun-
ar, er framför. En slík andspyrna er stutt, kröftug og staðnar ekki.
Eftir að hafa barist gegn öfgum samtímans um hríð og reist við það
sem búið er að troða í svaðið, endurmetur næsta tímabil mikilvæg-
ustu þætti fortíðarinnar, sættist við þá og heldur síðan framsókn-
inni áfram. Þetta hefur ekki gerst hér í Danmörku. Þegar stafur er
beygður til annarrar hliðar réttir maður hann með því að beygja
hann til hinnar - en maður heldur því ekki endalaust áfram. Fyrr-
nefndri andspyrnu miðar seint áfram, treglega og með hléum, og
maður sér enn ekki fyrir endann á henni. Af þessum sökum hafa
bókmenntir okkar fallið í slíkan dvala að það vekur megna furðu
vora. Þess vegna langar mig til að lýsa fyrir yður hvernig andspyrn-
unni, já þessari sömu andspyrnu, hefur lokið annars staðar.
Eg lýsi fyrir yður sögulegum hræringum sem hafa að öllu leyti
einkenni og form sjónleiksins. Eg hyggst ræða um sex mismunandi
bókmenntahreyfingar sem má líkja við sex þætti í miklum sjónleik.
Andspyrnan hefst í fyrsta þættinum, þeim franska, sem er undir
áhrifum frá útflytjendabókmenntum Rousseaus. Hér eru aftur-
haldsstraumarnir þó enn hvarvetna blandaðir þeim uppreisnar-
gjörnu. Andspyrnan magnast í öðrum þættinum, hjá hálfkaþólska
rómantíska skólanum í Þýskalandi. Hún er víðtækari og hirðir enn
síður um frjálsræðis- og framfarahræringar samtíðarinnar. Ofsa-
fengin, sjálfumglöð andspyrna einkennir loks þriðja þáttinn. I
honum koma fram höfundar á borð við Joseph de Maistre, La-
mennais á rétttrúnaðartímabilinu og Lamartine og Victor Hugo á
viðreisnartímanum þegar þeir voru enn lögerfðasinnar og skeleggir
fylgismenn klerkavaldsins. Byron og samtímamenn hans eru per-
sónur fjórða þáttarins en það er Byron einn sem veldur hvörfunum