Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 85
SKÍRNIR
EITT SINN SKAL HVERR DEYJA
79
Griðagjöf var samkvæmt Grágds mjög formleg. í íslendinga
sögu eru engar tilvísanir í ákveðnar griðaformúlur, þó að í sumum
tilvikum minni orðalagið, þegar um tímabundin grið eru að ræða,
á lagalegt mál.32 Grágás tók harkalega á griðbrotum og neitun
griðagjafar, en í íslendinga sögu er ekkert dæmi um málsókn vegna
griðarofa.
Formálinn sem hafður var yfir þegar grið voru sett, svo kölluð
griðamál, var ekki einungis lagalegur samningur, heldur ekki síður
trúarlegt samkomulag.33 Þeir sem rufu grið gengu því jafnt í ber-
högg við lögin og kirkjuna. Gissur Þorvaldsson er sá eini í íslend-
inga sögu sem kallaður er griðníðingur. Honum var hegnt af kirkj-
unni með bannsetningu, en ekki af landsins lögum, þegar hann rauf
grið sín við brennumenn.
Þegar siðferðismat þrettándu aldar manna er athugað, er mikil-
vægt að gaumgæfa þær kringumstæður þegar mönnum er neitað
um grið, þar sem slík neitun samræmist hvorki trú þeirra né lögum.
I sjö tilvikum í íslendinga sögu er greinilega um neitun griða að
ræða og er þeirri ákvörðun yfirleitt tekið misjafnlega í hópi sigur-
vegaranna. I öllum tilvikum á sigurvegarinn annaðhvort harma að
hefna eða fórnarlambið er sekur maður, svo að engin miskunn er
hugsanleg.34
Víg Arna beisks er þó eitt dæmi um neitun griða, þar sem höf-
undur íslendinga sögu tekur afstöðu á móti fórnarlambinu, enda
brennur hefndarskyldan á Sturlu. Þess er vert að geta að Arna
grunaði að hann ætti ekki grið skilin. Arni beiskur var einn af bana-
mönnum Snorra Sturlusonar, föðurbróður Sturlu Þórðarsonar. I
Flugumýrarbrennu segir hann svo við Kolbein grön Dufgusson:
„„Arni beiskr er hér,“ segir hann, „ok mun ek ekki griða biðja“
[... ] Kolbeinn mælti þá: „Man engi nú Snorra Sturluson, ef þú fær
grið““ (491). Og var Árni síðan drepinn.
Það er augljóst að höfundur íslendinga sögu fordæmir í flestum
tilvikum neitun griða, sérstaklega þegar sigurvegarinn hefur líf
manna í hendi sér. I öðru verki sínu, Hákonar sögu Hákonarsonar,
hnykkir Sturla enn frekar á þessari skoðun, þegar hann segir svo
um Hákon konung eftir lokabardaga hans við Skúla jarl og lið
hans: „Ok sua grimmr sem hakon konungr var vm daghinn at
fyrirkoma sínum óvínum. þar var nu eigi mínnr fra hversu mis-