Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 228
222
KENEVA KUNZ
SKÍRNIR
Hjá útvarpsstöðvunum eru fréttamenn, dagskrárgerðarmenn og margir
aðrir sífellt að vinna úr erlendu efni. A öllum dagblöðum eru stærri og
. smærri greinar þýddar, erlendar fréttir túlkaðar og íþróttaviðburðir endur-
sagðir fyrir innlendan lesendahóp. Glæsileg tímarit birta þýddar greinar og
auglýsingar á hundruðum síðna mánaðarlega. Og eru þá ótaldar allar þær
þýðingar sem einungis eru ætlaðar takmörkuðum hópum og koma aldrei
fyrir augu almennings: opinber skjöl, samningar, kennslu- og leiðbein-
ingabæklingar o. fl. Það er því nokkurn veginn öruggt að hér á landi er
miklu stærra hlutfall þjóðarinnar (og þar með miklu breiðari hópur) að fást
við þýðingar en víðast hvar annarsstaðar.
Þessi breiða fylking þýðenda er, eins og fleiri starfshópar á Islandi, að
mestu skipuð áhugamönnum sem þýða í hjáverkum frá öðru starfi (eða
störfum). Laun þýðenda gera það líka að verkum að þetta verður gjarnan
aukastarf. Fæstir þýðendur eru sérþjálfaðir fagmenn, sem vinna nær ein-
göngu í þýðingum, eins og algengt er í stærri þjóðfélögum, og hefur þessi
áhugamennska bæði kosti og galla, sem ekki verða ræddir nánar hér. En
þegar slíkur fjöldi vinnur við þýðingar, er ærin þörf á leiðbeiningum hon-
um til handa til að auka líkur á vönduðum þýðingum. Enda er hér margt að
varast eins og dæmin í bók Heimis og Höskuldar sýna.
Að liðka tungumálið og örva nýsköpun
Af hverju þýða menn bækur? Er það til marks um skort á sköpunarhæfi-
leikum? Þegar á 17. öld gerði enska skáldið John Denham lítið úr þýðanda-
hlutverkinu þegar hann kvartaði undan því að „fáir nema þeir, sem ekki
geta skrifað, fást við þýðingar".1 I ritgerð sem Sigurður Nordal skrifaði í
Skírni 1919, bendir hann aftur á móti á mikilvægi þýddra bóka til að efla al-
þýðumenntun í landinu:
Með því að gefa þær út í verulega vönduðum þýðingum, verður því
svo fjarri að þær spilli tungunni. [. . .] Með þær og úrvals þjóðbók-
mentir okkar að undirstöðu, hefir sjálfmentunin íslenzka loks feng-
ið tvo fætur að standa á. Hún þarf þess:
I himnaríki hefir ei neinn
hoppað á öðrum fæti.2
Það er a. m. k. orðin staðreynd að drjúgur hlutur hinnar árlegu bókaútgáfu
samanstendur af þýddum verkum. I íslenskum bókatíðindum 1988, sem
Félag íslenskra bókaútgefenda sendi frá sér í desember síðastliðnum, fást
upplýsingar um rúmlega 300 nýútgefnar bækur og meðal þeirra 140 þýdd
verk (um 47%). Arið 1987 voru nýútkomnar bækur aðeins fleiri, um 315
titlar, þar af 150 þýddar bækur (tæp 48%). Hlutfall þýddra bóka var hæst