Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 145
SKÍRNIR
TÍMANS HERÓP
139
26. Hér verður vitnað í fimm texta eftir Gest Pálsson; fyrirlestrana „Lífið
í Reykjavík", „Menntunarástandið á Islandi“ og „Nýi skáldskapur-
inn“, ritdóm hans um Matthías Jochumsson og í ávarpsorð tímaritsins
Suðra. Alla þessa texta er að finna í Ritsafni II og er vísað til blaðsíðu-
tals þess í svigum aftan við hverja tilvitnun.
27. Suðri, 3. nóvember 1883, s. 79.
28. Sama rit, s. 79-80.
29. Benedikt Gröndal. „Um skáldskap" (fyrirlestur haldinn í Reykjavík 4.
febrúar 1888), Ritsafn IV (Gils Guðmundsson sá um útgáfuna,
Reykjavík 1953), s. 217. Um þennan fyrirlestur og bókmenntakenn-
ingar Gröndals sjá ritgerð Þóris Oskarssonar, Undarleg tákn á tímans
bárum, Studia Islandica 45 (Reykjavík 1987).
30. Benedikt Gröndal, s. 235.
31. Sama rit, s. 222.
32. Fróðlegt er að bera „Kasrleiksheimilið“, sem birtist upphaflega í Verð-
andi árið 1882, saman við skáldsöguna Mann og konu eftir Jón Thor-
oddsen sem út kom 6 árum áður. Atburðarás og aðstæður persóna í
sögunum tveimur eru svo líkar að aetla mætti að Gestur væri að bregð-
ast við verki Jóns. Munurinn felst í því að Jón lýsir samfélagi þar sem
réttlætið sigrar að lokum en samfélagið sem Gestur lýsir er ómannúð-
legt, óréttlátt og einkennist af hræsni.
33. Sagan „Svanurinn" hefur einnig sérstöðu gagnvart öðrum sögum
Gests. Hún er ævintýri í anda H. C. Andersens um lítinn svansunga
sem kynnist vonsku heimsins í árangurslausri leit sinni að sannleikan-
um og ástinni. I þessari sögu er eins og Gestur gefi sér lausan tauminn
og leyfi því skáldlega eða fagra að hafa yfirhöndina, þó að sagan sem
slík kunni að eiga rót í veruleikanum.
34. Gestur Pálsson, Ritsafn II, s. 31. Blaðsíðutal í svigum hér eftir vísar til
þessarar útgáfu.
35. Samanber orð Gests um viss ljóð Hannesar þar sem honum virðist „að
hugsunin sé annarra eign, sem Hannes hefur gripið með æskunnar fjöri
og hita en ekki verið búinn fullkomlega að tileinka sér eða gera hluta úr
sínu eigin andalífi“. Gestur Pálsson, „Nýi skáldskapurinn", Ritsafn II,
s. 86.
36. Vissulega yrkir Hannes um margt sem á ekkert skylt við hugmyndir
Brandesar, til dæmis fjörug ástarkvæði. Þar erhann þó sjálfum sér sam-
kvæmur; gerir sér far um að lýsa líkamlegri fegurð og hvötum en ekki
upphafinni andlegri ást. Minnir margt í þeim kvæðum á þann anda sem
einkennir mörg hugljúfustu ljóð Tómasar Guðmundssonar. Eg stenst
ekki þá freistingu að vitna í kvæðið „Snöggvast“, þar sem ljóðmælandi
er staddur í dimmri forstofu að kveldi og finnst vera reimt. Þá gerist
það snöggvast: