Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 61
SKÍRNIR
HART ER í HEIMI . . .“
55
sagði Jón Jóhannesson: „Um 1200 hófst [.. .] fyrst að ráði sú upp-
lausn, sem leiddi til loka þjóðveldisins, þótt nokkuð hefði hún gert
vart við sig áður. Allt logaði í baráttu og breytingum.“ Síðan bætti
Jón við: „Fornar dyggðir urðu að þoka fyrir grimmd, eiðrofum,
lausung og lítilsvirðingu á lögum og rétti.“3 Áður en Jón birti þetta
hafði Einar Ol. Sveinsson þó haldið uppi vörnum fyrir Sturlunga-
öldina í drögum að menningarsögu hennar. Gerði hann þar m. a.
meint siðleysi að umfjöllunarefni og sagði:
Efst á blaði í syndaregistri Sturlungaaldar er holdsins lyst. Aldrei er spill-
ingu aldarinnar lýst án þess að útmáluð sé lausung hennar í kynferðismdl-
um. [...] Islenzka yfirstéttin á 13. öld (ogalmúginn hefur a. m. k. varlaver-
ið verri) getur kinnroðalaust staðið við hlið yfirstéttarinnar ég held nærri
því á hvaða tíma sem er. [. ..] Af hinum ónáttúrlegri kynferðislöstum fara
hér engar sögur, svo að eftir er ekki annað en nokkur frillulifnaður: annars
vegar ólögbundið einkvæni, sem brýtur ekki í bága við hugsjón einkvænis-
ins, heldur aðeins ákveðin formsatriði, hins vegar fjölkvæni (með eigin-
konu og hjákonu, einni eða fleirum).
Einar Ólafur bar einnig kynferðismál Sturlungaaldar saman við
venjur tuttugustu aldar í þeim efnum og var dómur hans ótvíræð-
ur:
Sýnilegt er, að sambönd karla og kvenna hafa oft verið heldur lausleg á
Sturlungaöld og menn skamma stund milli kvenna, en ef þetta er borið
saman við þá öldina, sem okkur er kunnust, þá tuttugustu, hljóta þó ámæl-
in um 13. öldina að hjaðna niður eins og froða.4
Nú skiptir það ekki meginmáli hvort við teljum að Sturlungaald-
armenn hafi verið siðlausari í kynferðismálum en nútímafólk eða
ekki, heldur hverjar hugmyndir þeir sjálfir höfðu um hjúskap og
ástalíf og hvort þeir fóru eftir þeim.
Jenny M. Jochens hefur kannað hvaða áhrif hugmyndir mið-
aldakirkjunnar um ókvæni klerka og helgi hjónabandsins höfðu á
hjúskap og kynlíf Islendinga. Heimildir hennar eru Sturlunga
saga, biskupasögur, lög, fornbréf og Islendingasögur. Kemst hún
að þeirri niðurstöðu að áhrifa kirkjunnar gæti enn lítið á Sturlunga-
öld: hjúskapur var samningur milli fjölskyldna hjónaefnanna;
skilnaður var leyfður og auðvelt var að skilja; eðlilegt þótti að