Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 86
80
GUÐRÚN NORDAL
SKIRNIR
kunnsamr hann var nu við alla í griða-giofum þa er a hans valld
komuz.“35
IV
Það færist mjög í aukana á Sturlungaöld, að sigurvegarar í bardög-
um taki óvini sína af lífi. Aftökur höfðu ekki tíðkast á Islandi á
fornri tíð, ef marka má Islendingasögur, en á þrettándu öld verða
þær algengt niðurlag átaka.36 Ahrifa gæti hafa gætt frá Noregi, þar
sem aftökur á pólitískum andstæðingum tíðkuðust í baráttunni um
norska konungdóminn á tólftu öld. Sú öld var svo átakamikil að
Theodricus munkur, sem ritaði króníku sína um Noregskonunga
um 1180, setti punkt aftan við dauða Sigurðar Jórsalafara, sem veg-
inn var 1130. Hann þagði um atburði samtíðar sinnar: „Nos quo-
que hujus schedulæ hic finem facimus, indignum valde judicantes
memoriæ posterorum tradere scelera, homicidia, perjuria, parrici-
dia, sanctorum locorum contaminationes, Dei contemptum, non
minus religiosorum deprædationes quam totius plebis, mulierum
captivationes et ceteras abominationes, quas longum est enume-
rare. Quæ ita exuberaverunt quasi in unam sentinam post mortem
prædicti regis Siwardi“.37 En Sturla víkur sér ekki undan því að
skrá blóðuga valdabaráttu samtímamanna sinna. Frásagnir hans af
vígum á Sturlungaöld eru mun nákvæmari, ítarlegri og ritaðar af
meiri snilld, heldur en lýsingar frænda hans Snorra Sturlusonar í
síðasta hluta Heimskringlu á atburðum í Noregi eftir 1130.
Höfðingjar Sturlungaaldar frömdu verknaðinn sjaldnast sjálfir,
heldur notuðu þeir fylgismenn sína sem böðla. Ástæðurnar kynnu
að vera þrjár: 1. að höfðingjarnir sýndu með því vald sitt, 2. að þeir
yrðu ekki álitnir vígamenn í augum kirkjunnar og 3. að hefndin
beindist ekki einvörðungu að þeim. Tvö síðustu atriði vega þyngst.
Mikilvægt er að hafa í huga að kaþólska kirkjan fordæmdi morð á
rétttrúuðum stríðsföngum; um heiðingja giltu aðrar reglur.38 Það
er athyglisvert, einkum í siðferðilegu tilliti, að aftökur í bardögum
mættu iðulega andstöðu í hópi sigurvegaranna.
Sturla Sighvatsson hefnir sín grimmilega eftir árás Þorvaldssona
á Sauðafell með árás á þá bræður á Erpsstöðum árið 1232, sem lykt-
ar með ósigri þeirra. Sturla gerir sér ekki að góðu skilyrðislausa