Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 231
SKÍRNIR
SEGÐU ÞAÐ A ISLENSKU
225
Slíkar þýðingar geta reynst mörgum hjálplegar þegar þeir reyna að rýna
í frumtextann, en vart les maður þær sér til skemmtunar, sem er nú m. a. til-
gangurinn með bókmenntaverki. Þessir þýðendur hafa og verið gagnrýnd-
ir fyrir að skapa „gervi-mál“ sem er ekki aðeins lítilmótleg afbökun þess
máls sem þýtt er á heldur kemur þar að auki mjög litlu til skila. Og þeir sér-
stæðu eiginleikar frummáls, sem e. t. v. er ástæða til að varðveita í bók-
menntaverki, eiga varla tilverurétt í þýddum nytjatexta.
I bókHeimis ogHöskuldar er aðfinna eittmjög áberandi dæmi um slíkt:
stutta frétt sem við fyrstu sýn virðist hafa verið sérstaklega samansett til að
sýna sem llesta klaufalega þýðingarhnökra:
Brúarráp er hans iðja
Fyrir sumu fólki er ekkert fjall of hátt og ekkert djúp of mikið. Og
fyrir umhverfislistamanninn, Keith Alexander, er engin brú of löng.
Ekki gengur hann ofanvert á brúarsmíðinni heldur fer hann sem leið
liggur, undir þar. Keith hefur þegar gengið 53 brýr að neðanverðu,
og yfir 40 af þeim eru í hans heimaborg, Chicago í Bandaríkjunum.
Með próf í höggmyndalist er hann ánagður meðþetta áhugamál sem
hann segir vera listgrein . . . (bls. 53, skáletrun bókarhöfunda)
Þessi texti birtist víst í Morgunblaðinu, og fer varla á milli mála að hann hafi
verið þýddur.
Eftir ítarlega umfjöllun um einstök atriði sem verður að vara sig á í text-
um sem þessum, leggja höfundarnir til að menn „ grófþýði“ textann fyrst
en fari svo yfir þýðinguna aftur og reyni að snúa henni á eðlilegra mál. Að
þessu leyti er ég ekki sammála þeim. I fyrsta lagi hlýtur að vera vafasamt að
venja sig á að skrifa óeðlilegt eða klaufalegt mál - það slævir máltilfinningu
manns fyrr eða síðar. í öðru lagi er meiri hætta á að orðaröð og setningar-
gerð móti áfram málfar þýðingarinnar þegar svona er farið að.
Er ekki rökréttara að móta viðunandi setningar eða jafnvel málsgreinar
alveg frá grunni, hripa e. t. v. niður nokkur lykilorð, en láta orðalag og gerð
frumtextans binda sig sem minnst?
Hverju þarf að halda og hverju má sleppa?
I fimmta og sjötta kafla beina höfundarnir ljósi sínu að ólíkum gerðum
texta og hvernig eigi að greina þær. Þeir ræða hvers konar meðhöndlun
mismunandi textagerðir kalla á og kynna síðan, með tilvitnun, hugtakið
jafngildi sem æskilegt markmið þýðanda:
I jafngildi felst að þýðandi reynir að veita þeim „boðum“, er hann
sendir frá sér, skírskotun sem samsvarar skírskotun hinna upphaf-
Skírnir -15